4964 m

La Manga – North Golf

La Manga er sannkölluð golfparadís. Þar er að finna þrjá frábæra golfvelli. Norðurvöllurinn, sem hér um ræðir, er hannaður af einum fremsta golfvallahönnuði heims, arkitektinum Robert Dean Putman.  Völlurinn er par 71, 5,429 metra langur af gulum teigum en 4,964 af rauðum. Það sem einkennir þennan völl eru pálmatré sem umkringja völlinn og eru víða…Read More→

6416 m

Hacienda Riquelme Golf

Hacienda Riquelme-golfvöllurinn er hannaður að sjálfum Jack Nicklaus sem fékk algerlega frjálsar hendur. Hönnun vallarins er úthugsuð og gerir miklar kröfur til kylfinga, þeir þurfa helst að ráða yfir ýmsum tegundum högga og ráða við flestar kylfurnar í töskunni. Þetta er ekkert endilega völlur fyrir byrjendur. Glompur og vatnshindranir eru ekki uppá punkt á Hacienda…Read More→

6257 m

Alenda golf

Alenda-golfvöllurinn var vígður árið 1997, par 72, 6.257 metra langur völlur og er hönnuður vallarins Roland Favrat. Hann lagði ríka áherslu á að völlurinn væri í ýtrustu sátt við umhverfið, völlurinn liggur í hlíðum Aguilas-fjöll við Miðjarðarhafið sem þýðir að það er talsvert landslag í Alenda-golfvellinum auk þess sem njóta má útsýnis yfir hafið. Völlurinn var…Read More→

6089 m

La Peraleja golf

Golfklúbburinn La Peraleja verður að teljast með betur heppnuðum svæðum sinnar tegundar við Miðjarðarhafið og þó víðar væri leitað; í raun draumur golfarans. Þarna er ákaflega gaman að koma og skoða sig um því golfvöllurinn er sérstaklega hannaður í orlofshúsabyggð og klúbbhúsið einnig. Golfvöllurinn fellur inní umhverfið eins og flís við rass. Völlurinn sjálfur er…Read More→

3858 m

Villaitana-Poniente golf

Um er að ræða völl sem er í miklu uppháhaldi meðal margra kylfinga, þá vegna þess hversu sérstakur hann er. Þetta er systurvöllur, eða litli bróðir, Villaitana-Levante golfvallarins, þá í þeim skilningi að hann er miklu styttri eða 3.858 metra langur og par 62. Völlurinn var vígður árið 2007 og einnig hannaður af Jack Nicklaus…Read More→

5777 m

Villaitana-Levante golf

Enn einn völlurinn á þessu svæði sem hannaður er af sjálfri goðsögninni Jack Nicklaus og hans fólki: par 72, 5.777 metra langur af gulum teigum og 4687 af rauðum, þannig að völlurinn er í meðallagi langur. Samkvæmt golfvallarlýsingum er Villaitana-Levante sagður dæmigerður Nicklaus-völlur: í amerískum stíl, þröngum brautum og listilega vel hönnuðum og mótuðum flötum…Read More→

6096 m

Bonalba golf

Bonalba er gróinn völlur sem staðsettur er alveg við ströndina: Playa de San, í útjaðri Alicante-borgar. Það er því sjávarsýn sem tekur á móti kylfingum á Bonalba. Völlurinn er 6.096 metra langur af gulum teigum, 5329 af rauðum, par 72 en hönnuðurinn er Ramon Espinosa. Völlurinn var opnaður árið 1995 þannig að hér er um…Read More→

6724 m

Hacienda Del Alamo Golf

Víkur nú sögunni að velli sem er draumur högglengri kylfinga. Hér fá menn að viðra sín brautartré, því um er að ræða einn lengsta golfvöll Spánar. Völlurinn er 6,724 metra langur, par 72 og geta þeir kylfingar sem eru með miðlungs eða hærri forgjöf sparað sér drauma um marga fuglana á Hacienda, og alls ekki…Read More→

5884 m

La Serena Golf

La Serena-golfvöllurinn er hannaður af Manuel Piñero, þeim kunna golfara sem í tvígang spilaði með liði Evrópu í Rydernum.  Þó völlurinn allur sé tiltölulega flatur, og ekki mjög langur þá ættu menn að varast þá hugmynd að um sé að ræða léttan völl. Vatnshindranir koma við sögu á 16 af 18 brautum vallarins auk þess…Read More→

6355 m

La Torre Golf

La Torre er hannaður af sjálfum Jack Nicklaus og hans mikla og virta golfvallahönnunarteymi. La Torre Golf Resort er lúxus búsetukjarni sem saman stendur af fimm stjörnu íbúðum, krám, veitingastöðum, hóteli, kjörbúð og ýmsu öðru sem myndir þorp sem hverfist um 18 holu golfvöllinn. La Torre Golf telst til Polaris World sem þýðir einfaldlega að…Read More→

6355 m

El Valle

El Valle-golfvöllurinn er staðsettur í ákaflega fallegum, villtum og óbyggðum dal eða dalverpi. Þetta er á mörkum eyðimerkur sem setur mikinn svip á völlinn. Mikið er lagt uppúr að þessi til þess að gera stutti völlur, en hann er par 71, falli vel inn í landslagið. Völlurinn var opnaður á því herrans ári 2007.  Eins…Read More→

6153 m

Mar Menor Golf

Mar Menor golfvöllurinn er einstaklega skemmtilegur. Upphaflega var völlurinn hannaður af hinum þekkta golfvallaarkítekt David Thomas, það er fyrri níu holurnar en þegar við hann var byggt og hann endurnýjaður var það hönnunarteymi Nicklaus sem stjórnaði verkinu. Þetta er einstaklega fallegur völlur, einkennandi eru hvítar og miklar glompur og pálmatré auk tjarna. Þetta er par…Read More→

5887 m

El Plantio

El Plantio golfvöllurinn er hannaður af Manuel Ferri Sanchez og tók til starfa árið 1993. Þetta er par 72 völlur, 5887 metra langur af gulum teigum en 5289 af rauðum.  Þetta er völlur sem hentar þeim sem slá tiltölulega beint vel, því brautirnar eru allar rammaðar inn með trjám á báða bóga. Ekkert þó til…Read More→

5819 m

Roda golf

Roda golf sker sig að nokkru leyti úr þeirri ríkulegu golfvallaflóru sem um ræðir á Alicante-svæðinu – en, ákaflega skemmtilegur; völlurinn er staðsettur á Costa Calida, er samhangandi við strandsvæðið þar og glæsilega orlofshúsabyggð. Völlurinn er par 72, hann er 5819 metra langur af gulum teigum, 5244 af rauðum en hönnuðurinn er hinn virti Dave…Read More→

6057 m

Alicante golf

Þennan völl teiknaði sjálfur Severiano Ballesteros og í raun þarf enga aðra ástæðu til að sækja þennan völl heim; slík goðsögn sem Seve er. En, við setjum ekki punktinn þar. Eftir ýmsu er að sækjast öðru en því að geta sagt frá því að hafa spilað völl eftir Ballesteros. Alicante golf er einstakur völlur, sá…Read More→

5844 m

Vistabella

Vista bella er talinn einn best hannaði völlur Spánar enda er það enginn annar en Manuel Pinero, sá heimsþekkti golfari, sem teiknaði völlinn. Völlurinn fær bestu meðmæli þeirra sem hann hafa spilað. Vista bella var tekin í notkun árið 2010, sem gerir hann einn af nýrri völlum Alicante-svæðisins, hann er par 73, 5.844 metrar af…Read More→

6394 m

La Finca

La Finca er bráðskemmtilegur golfvöllur. Fremur nýlegur, völlurinn var vígður árið 2002 og er mjög „hannaður“, ef svo má að orði komast – útpældur. Það er hinn þekkti spánski golfvallahönnuður Pepe Gancedo sem á heiðurinn af því og hann fékk nokkuð frjálsar hendur við það verk.  Völlurinn er par 72 en telst alllangur eða 6,394…Read More→

6061 m

Lo Romero

Lo Romero golfvöllurinn er tiltölulega nýr völlur en hann var opnaður árið 2008. Þetta er nýtískulegur völlur og í boði er, fyrir þá tæknivæddu, að hlaða niður á síma eða iPad sérstöku appi þar sem finna má greinargóðar lýsingar á vellinum og hverri holu fyrir sig. Völlurinn er staðsettur í grennd við Costa Blanca Strandlengjuna…Read More→

5807 m

Villamartin

Villamartin er einn þekktasti og skemmtilegasti golfvöllur Spánar. Hann var vígður með viðhöfn árið 1972, 6132 metrar á lengd, par 72; brautirnar lagðar Bermúda-grasi og flatirnar með Pennacross. Hönnuður vallarins er Paul Putman; sá golfari sem hefur komið á Costa Blanca hefur heyrt um hinn gamalgróna Villamartin. Og hafa hann í hávegum. Þegar golfarar mæta til…Read More→

5807 m

Las Ramblas

Las Ramblas er sannarlega ævintýralegur völlur – annað hvort elska golfarar að hata völlinn eða elska hann skilyrðislaust. Sem þýðir þá einfaldlega það að þetta er völlur sem allir golfarar verða að reyna sig á. Í það minnsta einu sinni. Um er að ræða völl sem vígður var 1991, er par 72, 5807 metra langur…Read More→

6277 m

Campoamor

Campoamor-golfvöllurinn er alveg einstaklega friðsæll og vinalegur golfvöllur. Hann er staðsettur í ákaflega fögru umhverfi, skógi vöxnu – fimm kílómetra frá ströndinni, en í góðu skjóli frá hafgolunni og í tíu kílómetra fjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Völlinn hannaði Carmelo Cqarcía Caselles og var hann vígður árið 1989, þannig að um er að ræða allgróinn…Read More→

6377 m

Las Colinas

Las Colinas er perlan meðal fjölmargra glæsilegra golfvalla á Alicante-svæðinu. Margverðlaunaður og í hávegum hafður meðal allra þeirra sem hann hafa spilað. Þá má nefna að völlurinn hefur verið notaður í evrópsku mótaröðinni, ekki að ófyrirsynju. Um er að ræða golfvöll sem er par 71 og hannaður af Cabell B. Robinson, sem á heiðurinn af…Read More→