Upplýsingar
Vista bella er talinn einn best hannaði völlur Spánar enda er það enginn annar en Manuel Pinero, sá heimsþekkti golfari, sem teiknaði völlinn. Völlurinn fær bestu meðmæli þeirra sem hann hafa spilað. Vista bella var tekin í notkun árið 2010, sem gerir hann einn af nýrri völlum Alicante-svæðisins, hann er par 73, 5.844 metrar af gulum teig og 4.991 metrar af rauðum.
Við hönnun vallarins er mikið lagt uppúr því að völlurinn sé í góðri sátt við umhverfi sitt. Vista bella er staðsett í einstöku landslagi og eru jurtir, tré og runnar sömu tegundar og einkenna nærumhverfið, gróðursett skipulega á þeim 34 hektarar sem lagðir eru undir völlinn. Þeirra á meðal barrtré sem eru einmitt merki golfklúbbs staðarins.
Glompur eru vandlega staðsettar, þarna eru vatnshindranir og eins gott fyrir golfara að leggja leik sinn vandlega upp fremur en láta kylfu ráða kasti.
Við Vista bella, eins og flesta golfvelli í þessari golfparadís sem Allicante-svæðið er, má finna ljómandi fínan veitingastað þar sem panta má sér veitingar og njóta þeirra með einstakt útsýni fyrir augum yfir þennan völl, sem svo vel er látið af. Þar má að auki finna æfingasvæði og púttvöll, golfbúð og ef menn eru í miklum ham og ekki á hraðferð má meira að segja bregða sér í keilu þarna við völlinn.