Fasteignaumsjón og eftirlit með eignum
Eftir að gengið hefur verið frá fasteignakaupum á draumaeigninni á Spáni vill bregða við að kaupandinn upplifir sig einan á báti og veit ekki hvert skal snúa sér í nýju landi með eitt og annað sem upp getur komið. Þá getur það reynst óþægileg tilfinning að hafa bæði engan til að fylgjast með Spánareigninni svo og að geta ekki leitað til einhvers þegar áleitnar spurningar koma upp við varðandi spánardrauminn.
Þetta getur verið sérstaklega bagalegt þegar langur tími líður á milli heimsókna til Spánar svo og ef brestur á með slæmu veðri á svæðinu sem getur leitt til þess að óþarfa áhyggjur magnast upp hjá fasteignaeigendum.
Hjá Spánarheimili starfar þjónustulundað fólk sem er m.a. búsett á Spáni og býður fram alla sína aðstoð er snýr að fasteignaumsjón með eigninni á Spáni. Einnig er starfsfólk okkar á Íslandi ávalt til staðar til að geta aðstoðað fólk í fasteignaumsjón og svarað spurningum er geta lútað að rekstri eignarinnar, banka – og skattamálum og margt fleira.
Kynntu þér fasteignaumsjón okkar en hún gengur þannig fyrir sig að gerður er þjónustusamningur er lýtur að eftirfarandi atriðum:
Hálfsmánaðarlegt eftirlit með fasteigninni. Auka ferðir eftir slæmt veður – stöðuskýrsla send á eigendur eftir hverja heimsókn
Opnað er út og loftað um eign, svalir spúlaðar og verönd ásamt því sem vökvað er ef þess þarf með
Vera tengiliður við viðkomandi bæjaryfirvöld, Iberdrola (rafmagn), Rebsolgas (gas),Hidragua (vatn), síma/netfyrirtæki, tryggingarfélög og önnur tengd fyrirtæki og stofnanir varðandi eignina ef á þarf að halda
Mæta á árlega húsfélagsfundi og fara með atkvæðisrétt eiganda
Póstkassi losaður og póstur yfirfarinn á skrifstofu Spánarheimila og hann áframsendur til Íslands ef svo ber undir
Ná í eða keyra eiganda eða venslafólk á flugvöllinn ef þess er óskað – greitt sérstaklega fyrir hvern akstur á afsláttar verði
Þrif á eigninni og/eða öllu líni ef þess er óskað eftir brottför eða fyrir komu í eign. Afsláttur veittur af venjulegu þrifgjaldi
Sérstök yfirferð um eignina daginn fyrir komu í eign og hún kynnt upp eða kæld niður, allt eftir árstíma
Versla inn helstu nauðsynjar til að hafa í ísskáp áður en eigandi eða venslafólk mætir í íbúðina – greitt skv. búðarstrimli
Alltaf beint samband og opin lína fyrir eigendur og aðra þá sem dvelja í eigninni við umsjónaraðila
Tengiliður við öryggisfyrirtæki á Spáni ef þjófavarnarkerfi er í eigninni
Umsjón með árlegri skattskýrslugerð um eignina – 50% afsláttur af gjaldi fyrir hverja skattskýrslu
Önnur sú þjónusta sem nauðsynlegt er að inna af hendi vegna eignarinnar en þó ávalt með vitund og samþykki eigandans. Nefna má túlkun, þýðingar, upplýsingagjöf og fleira.
Umsamið verð fyrir fasteignaumsjónina sem tíunduð er hér að ofan eru 60 evrur pr mán og miðast greiðslan við mánaðarlega beingreiðslu af spænskum reikningi eigenda.
