Skoðunarferðir

Fríar skoðunarferðir í 5 -7 daga;

 

Að fjárfesta í draumeigninni á Spáni er stór og mikil ákvörðun og því nauðsynlegt að vanda sig og velja vel með aðstoð sérfræðinga á svæðinu sem þekkja vel til aðstæðna og hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna viðkomandi. 

Þegar fólk telur sig vera komið á þann stað að vilja kanna nánar möguleikann á kaupum á orlofseign á Spáni þá er eindregið mælt með því að bóka sig í skoðunarferð. Þess vegna býður Spánarheimili upp á  alllt að 7 daga skoðunarferð á sérstöku tilboði  frá kr 119.900 pr mann.

Um beint flug erum að ræða ásamt gistingu sem er innifalið í verðinu en skoðunaferðargjaldið verður endurgreitt að fullu ef af kaupum á draumeigninni verður.

Reynslan sýnir okkur að oft breytast hugmyndir fólks t.d. um staðarval þegar út er komið og fólk upplifir svæðið með eigin augum í stað þess að skoða myndir á internetinu. Spánarheimili býður upp á sérsniðnar skoðunarferðir en ekki er um stóra hópa að ræða hverju sinni heldur er horft til þess að hver skoðunarferð sé sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Við bókum flugið og sendum viðskiptavininum  nokkra valmöguleika með gistingu en við bjóðum viðskiptavininum að gista í skoðunarferðinni í eins sambærilegri eign og það leita eftir til kaups sem geta gefið viðskiptavininum góða upplifun á spánardraumnum.


Tilhögun skoðunarferða;

Skoðunarferðirnar eru með þeim hætti að starfsmaður Spánarheimila tekur á móti viðskiptavini á Alicante flugvellinum á Spáni. Fyrsti dagur eða dagar skoðunarferðar er ávallt notaður til að sýna allt svæðið og þau hverfi sem talin eru falla að þörfum og óskum hvers viðskiptavinar. Allt nærumhverfi er kannað og skoðað svo sem strendur, íbúðahverfi, golfsvæði, staðsetning þjónustukjarna og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Síðan er hafist handa við að sýna viðskiptavininum þær eignir sem falla að óskum og þörfum hans og þá á þeim svæðum eða hverfum sem viðskiptavinurinn heillast að.

Í skoðunarferðinni er einnig möguleiki að sækja spænskan banka þar sem rætt er við útibústjóra um bankaviðskipti á Spáni og mögulegar fjármögnunarleiðir til fasteignakaupa í gegnum spænskan banka. Ef kaupandi óskar eftir því er unnt að opna spænskan bankareikning í viðkomandi banka.

Ef draumaeignin finnst þá er hún tekin frá fyrir viðskiptavin og hafist er handa við að gæta hagsmuna hans í gegnum allt kaupferlið

Við færum þér nær spánardraumnum

Bókaðu þína skoðunaferð;