Um okkur

Um Spánarheimili.is

Hjá Spánarheimili starfar öflugur og reynslumikill hópur íslendinga ásamt spænskum lögfræðingi sem starfa bæði á skrifstofum okkar á Íslandi og Spáni. Í okkar röðum eru íslenskir lögfræðingar og fyrrum íslenskur útibússtjóri spænsks banka  en við höfum áralanga reynslu af sölu  fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa á Spáni og þekkjum við því vel til allra aðstæðna og staðhátta  á Costa Blanca svæðinu enda hluti  starfsmanna búsettur á Spáni.

Kynntu þér nýjasta bæklinginn okkar HÉR

Hagur kaupenda er þannig tryggður í gegnum kaupferlið á Spáni á okkar ástkæra ylhýra tungumáli, enda er um að ræða viðskipti einstaklinga á erlendri grund þar sem spænsk lög gilda. Kaupsamningar og allur frágangur er eingöngu gerður á Spáni í gegnum Notari (sýslumann) og í samræmi við spænsk lög.

Velkomin á Spánarheimili.is.

 
Á síðunni eru ítarlegar upplýsingar um hvernig fasteignakaup á Spáni ganga fyrir sig og þar má og finna úrval eigna til sölu en í söluskránni birtast aðeins lítill hluti af þeim eignum sem standa viðskiptavinum til boða. Spánarheimili er með samstarfssamninga við spænskar fjármálastofnir, alla bygginaraðila á svæðinu svo og við fasteignafélög og stærri og betri fasteignasölur á svæðinu.

 Við höfum því aðgang að öllum þeim eignum sem eru til sölu á svæðinu. Einnig eru á síðunni helstu upplýsingar um kaupferlið á Spáni svo og upplýsingar um Costa Blanca-svæðið á suðaustur Spáni en það er markaðssvæðið sem við einbeitum okkur að enda stærsta orlofshúsabyggð í evrópu og beint flug til og frá Íslandi á svæðið.  

En afhverju Spánarheimili?

Starfsfólk Spánarheimilis er staðsett bæði á Íslandi og Spáni en við höfum skrifstofur í báðum löndunum. Við höfum áralanga reynslu af sölu fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa og þekkjum því vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu. 

Margir íslendingar taka þann pól í hæðina að fara til Spánar á eigin vegum í þeim tilgangi að þræða á milli fasteignasala og byggingaraðila og skoða eignir í rólegheitum og af yfirvegun. Í ljósi reynslunnar er það mikill misskilningur hjá fólki að það heldur að þá sé að spara sér eitthvað með því að fara þessa leið. Í stuttu mál er það svo að það er seljandinn sem greiðir söluþóknunina og því er okkar þjónusta gagnvart kaupendunum ókeypis og því um að gera að nýta sér okkar þekkingu og faglegrar aðstoðar í gegnum allt kaupferlið og það allt á okkar ástkæra tungumáli – íslenskunni.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlistann okkar og fá þannig sendar reglulegar upplýsingar um áhugaverðar eignir og sérstök tilboð.


Jafnframt erum við á Facebook og þar birtum við hagnýtar upplýsingar sem og upplýsingar um allar nýjar eignir sem koma í sölu.

STARfsmenn

Við viljum finna draumaeignina á Spáni fyrir þig. Til að svo geti orðið biðjum við þig vinsamlegast að svara neðangreindum spurningalista og sölumaður okkar fer strax að vinna fyrir þig .

Allt Spáni Ísland
Ísland og Spáni
Bjarni Sigurðsson

Bjarni Sigurðsson

bjarni@spanarheimili.is

Er lögfræðingur að mennt frá HÍ og bjó á Spáni í 4 á. Hefur mikla reynslu í sölu fasteigna á Spáni en Bjarni talar spænsku og býr bæði á Íslandi og Spáni en hann rekur og ferðaþjónustufyrirtæki á Spáni.
Spáni
Guðbjörg Hannesdóttir

Guðbjörg Hannesdóttir

Spáni 0034-643378139

gudbjorg@spanarheimili.is

Er sölumaður staðsett á Spáni en Guðbjörg starfaði lengi vel sem yfirmaður hjá byggingarfyrirtæki á Íslandi svo og við fasteignasölu. Hún hefur því góða reynslu sem nýtist okkar viðskiptavinum vel.
Spáni
Hrafnhildur Ósk Eiriksdóttir

Hrafnhildur Ósk Eiriksdóttir

hildy@spanarheimili.is

Er skrifstofustjóri Spánarheimila. Hún hefur verið búsett á Spáni undanfarin 25 ár og talar spænsku sem innfædd. Hrafnhildur var áður útibússtjóri í spænska bankanum CAM.
Spáni
Kristján Guðmundsson

Kristján Guðmundsson

Spáni 0034-694511477

kristjan@spanarheimili.is

Kristján "reddy" er þjónusturáðgjafi Spánarheimila og sér um ýmiss viðvik er snúa að vildarklúbb Spánarheimila og eftirsöluþjónustu. Hann hefur búið á Spáni frá 2005.
Ísland
Ludvik

Lúðvík Matthíasson

ludvik@spanarheimili.is

Lúðvík er sölumaður staðsettur á Íslandi. En hann er reynslubollti mikill úr íslensku viðskiptalífi og vel kunnugur staðháttum á Costablanca svæðinu.
Spáni
Reynir Logi Ólafsson

Reynir Logi Ólafsson

Spáni 0034-658013765

reynir@spanarheimili.is

Er lögfræðingur að mennt frá HR og hefur verið búsettur á Spáni frá því 2015. Reynir talar spænsku sem innfæddur en hann starfaði áður sem lögmaður og löggiltur fasteignasali á Íslandi.
Ísland
Sandra Magnúsdóttir

Sandra Magnúsdóttir

sandra@spanarheimili.is

Er aðstoðarmaður framkæmdastjóra og er staðsett á Íslandi. Sandra er Margmiðlunarfræðingur og hefur brennandi áhuga á bæði háu þjónustustigi og öllum markaðsmálum.
Spáni
Susana G Vega

Susana G Vega

susana@spanarheimili.is

Er spænsk og orkubolti mikill. Hún er lögfr.legur ráðgjafi okkar á Spáni og sinnir og ber ábyrgð á allri kaupsamnings- og afsalsgerð á Spáni.

Skristofur okkar á Íslandi og Spáni

Á íslandi

Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn 2. Hæð Fjarðargötu 13-15, 220 hafnarfjörður

Á spáni

Polígono A-2 la Regía Oeste, 16

Hafðu samband

Endilega sendu okkur skilaboð