Um okkur

Um Spánarheimili.is

Hjá Spánarheimili starfar öflugur og reynslumikill hópur íslendinga ásamt spænskum lögfræðingi sem starfa bæði á skrifstofum okkar á Íslandi og Spáni. Í okkar röðum eru íslenskir lögfræðingar og fyrrum íslenskur útibússtjóri spænsks banka  en við höfum áralanga reynslu af sölu  fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa á Spáni og þekkjum við því vel til allra aðstæðna og staðhátta  á Costa Blanca svæðinu enda hluti  starfsmanna búsettur á Spáni.

Hagur kaupenda er þannig tryggður í gegnum kaupferlið á Spáni á okkar ástkæra ylhýra tungumáli, enda er um að ræða viðskipti einstaklinga á erlendri grund þar sem spænsk lög gilda. Kaupsamningar og allur frágangur er eingöngu gerður á Spáni í gegnum Notari (sýslumann) og í samræmi við spænsk lög.

Velkomin á Spánarheimili.is.

 
Á síðunni eru ítarlegar upplýsingar um hvernig fasteignakaup á Spáni ganga fyrir sig og þar má og finna úrval eigna til sölu en í söluskránni birtast aðeins lítill hluti af þeim eignum sem standa viðskiptavinum til boða. Spánarheimili er með samstarfssamninga við spænskar fjármálastofnir, alla bygginaraðila á svæðinu svo og við fasteignafélög og stærri og betri fasteignasölur á svæðinu.

 Við höfum því aðgang að öllum þeim eignum sem eru til sölu á svæðinu. Einnig eru á síðunni helstu upplýsingar um kaupferlið á Spáni svo og upplýsingar um Costa Blanca-svæðið á suðaustur Spáni en það er markaðssvæðið sem við einbeitum okkur að enda stærsta orlofshúsabyggð í evrópu og beint flug til og frá Íslandi á svæðið.  

En afhverju Spánarheimili?

Starfsfólk Spánarheimilis er staðsett bæði á Íslandi og Spáni en við höfum skrifstofur í báðum löndunum. Við höfum áralanga reynslu af sölu fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa og þekkjum því vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu. 

Margir íslendingar taka þann pól í hæðina að fara til Spánar á eigin vegum í þeim tilgangi að þræða á milli fasteignasala og byggingaraðila og skoða eignir í rólegheitum og af yfirvegun. Í ljósi reynslunnar er það mikill misskilningur hjá fólki að það heldur að þá sé að spara sér eitthvað með því að fara þessa leið. Í stuttu mál er það svo að það er seljandinn sem greiðir söluþóknunina og því er okkar þjónusta gagnvart kaupendunum ókeypis og því um að gera að nýta sér okkar þekkingu og faglegrar aðstoðar í gegnum allt kaupferlið og það allt á okkar ástkæra tungumáli – íslenskunni.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlistann okkar og fá þannig sendar reglulegar upplýsingar um áhugaverðar eignir og sérstök tilboð.


  Jafnframt erum við á Facebook og þar birtum við hagnýtar upplýsingar sem og upplýsingar um allar nýjar eignir sem koma í sölu.

  STARfsmenn

  Allt Spáni Ísland
  Ísland og Spáni

  Bjarni Sigurðsson

  Spáni 354 6621447

  bjarni@spanarheimili.is

  Bjarni er lögfræðingur að mennt frá HÍ og er eigandi Spánarheimils, hann hefur mikla reynslu í sölu fasteigna- og lögfræðilegra mála á Spáni og á Íslandi og er vandfundinn sá aðili sem veit meira um Spán en Bjarni og svo talar spænsku eins og innfæddur. Búseta hans er á Íslandi og á Spáni. Hann á og rekur og ferðaþjónustufyrirtæki á Spáni ásamt ýmsu öðru.
  Ísland og Spáni

  Kristinn R Kjartansson

  Spáni +354 8200762

  kristinn@spanarheimili.is

  Kristinn er rekstrarstjóri Spánarheimilis á Spáni. Hann var m.a fasteignasali til margra ára á Íslandi og starfaði í tryggingargeiranum í meira en áratug. Kristinn er öflugur í mannlegum samskiptum og er mjög þjónustulundaður
  Spáni

  Anna Karen Ágústsdóttir

  Spáni 354 6605646

  umsjon@spanarheimili.is

  Anna er þjónustu- og eftirsölustjóri á Spáni. Hún tekur vel á móti öllum þeim sem mæta á skrifstofu okkar í Cabo Roig. Anna hefur búið á Spáni sl 4 ár og talar tungumál innfæddra lýtalaust og hefur mikla þjónustulund enda leggur hún sig fram við að allir fái úrlausn sinna mála sem hafa samband við hana.
  Spáni

  Hrafnhildur Ósk Eiriksdóttir

  hildy@spanarheimili.is

  Hrafnhildur er Löggildur Fasteignasali á Spáni jafnframt skrifstofustjóri Spánarheimilis í kaupsamnings- og eftirsöludeildinni. Hún hefur verið búsett á Spáni undanfarin 25 ár og talar spænsku sem innfædd. Hrafnhildur var áður útibússtjóri í spænska bankanum CAM við góðan orðstýr þar sem hún myndaði sterk tengsl við landann sem og aðra. Hún sér einnig um að gera erfðarskrár og aðra umsýslu fyrir landann þar sem sérþekkingu hennar nýtur við. Hrafnhildur er m.a. löggiltur skjalaþýðandi frá spænsku yfir á íslensku og öfugt.
  Spáni

  Susana G Vega

  Spáni +34605455406

  susana@costablanca.is

  Susana er spænsk og er lögfræðilegur ráðgjafi Spánarheimilis, hún sinnir og ber ábyrgð á allri kaupsamnings- og afsalsgerð okkar á Spáni. Hún er okkar manneskja sem hefur mestu og bestu tenginguna við "notarium" og aðrar umsýslustofnanir á Spáni.
  Ísland

  Ásbjörg Sigurðardóttir

  asbjorg@spanarheimili.is

  Ásbjörg er deildarstjóri húsaleigudeildar Spánarheimilis á Íslandi (www.spann.is) og sér hún um alla útleigu á fasteignum -og ökutækjum Spánarheimila (spanarbilar.is) sem og öðrum tilfallandi verkefnum sem eru æði mörg. Ásbjörg er með um 12 ára reynslu á skrifstofu- og öðrum þjónustustörfum
  Spáni

  Brynhildur Björnsdóttir

  Spáni +34 604429470

  binna@spanarheimili.is

  Binna er Löggildur Fasteignasali á Spáni og er jafnframt viðskiptastjóri söluþjónustu /sales coordinator Spánarheimilis, staðsett á Spáni og í Danmörku. Hún er menntuð í spænsku -og þýðingafræði og er löggiltur skjalaþýðandi úr spænsku á íslensku. Hún er með mikla starfsreynslu á ýmsum sviðum og blómstrar í sólinni á Spáni.
  Spáni

  Ragnheiður Gunnarsdóttir

  Spáni +3548251079

  ragga@spanarheimili.is

  Ragga er sōlu- og markaðsráðgjafi Spánarheimilis og er búsett á Spáni. Hún er m.a. viðskiptafræðingur að mennt og elskar spænska menningu. Hennar styrkur er m.a. þjónustulund -og mannleg samskipti þar skorar hún ansi stórt.
  Spáni

  Sigurður Bjarnason

  Spáni +3547730283

  siggi@spanarheimili.is

  Sigurður er þjónustu- og markaðsráðgjafi Spánarheimilis, hann býr á Spáni og þekkir svæðin vel, skólana, spænska menningu og hvernig tempóið er þar í landi, Siggi er yfirvegaður og hefur næmt auga fyrir þörfum landans á svæðinu.
  Spáni

  Guðbjörg Hannesdóttir

  gudbjorg@spanarheimili.is

  Guðbjörg (Gudda) er sölu- og markaðsráðgjafi Spánarheimilis og er búsett á Spáni. Hún hefur yfir 6 ára reynslu í sölu fasteigna þar í landi við góðan orðstýr. Það kemur enginn að tómum kofanum þar sem Guðbjörg er en hún er viskubrunnur um allt sem tengist fasteignakaupum -og annari umsýslu á Spánargrundu.
  Spáni

  Hörður Hrafndal

  Spáni +354 5585858

  hordur@spanarheimili.is

  Hörður Hrafndal er okkar "Sendiherra á Spáni" og sinnir tilfallandi sérverkefnum ásamt landþjónustu og golfdeild okkar. Hann er búsettur bæði á Spáni og á Íslandi. Hörður er mikill golfáhugamaður og lífskúnstner og er hvers manns hugljúfi.
  Spáni

  Daði Agnarsson

  Spáni +34 621 28 86 83

  dadi@spanarheimili.is

  Daði er sōlu- og markaðsstjóri Spánarheimilis og er búsettur á Spáni með sinni fjölskyldu. Hann er menntaður framreiðslumaður og er einnig með MBA próf og gráðu í markaðs -og útflutningsfræðum. Að fá Daða til að aðstoða sig við að kaupa fasteign á Spáni er geggjað, þvílikur manngæðingur sem hann er og heiðarleikinn í fyrirrúmi hjá honum, hann vill allt fyrir alla gera.
  Ísland

  Ásthildur Huber

  asthildur@spanarheimili.is

  Ásthildur er sölu- og markaðsráðgjafi Spánarheimila. Hvort sem þú ert að leita af húsnæði hjá skemmtiborginni Benidorm eða í litlu fallegu sjávarþorpunum eins og t.d. Altea og Denia er Ásthildur sérfræðingur í þeim málum og þekkir þau svæði eins og lófann á sér.. Hún hefur verið búsett á Spáni yfir níu ár og hlakkar til að sýna ykkur fegurðina á heimasvæði hennar norður af Costa Blanca héraðinu.

  Skristofur okkar á Íslandi og Spáni

  Á íslandi

  Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn 2. Hæð Fjarðargötu 13-15, 220 hafnarfjörður

  Á spáni

  C. Juan Marse, 03189,
  Alicante, Spain

  Hafðu samband

  Endilega sendu okkur skilaboð