Um Spánarheimili.is
Hjá Spánarheimili starfar öflugur og reynslumikill hópur íslendinga ásamt spænskum lögfræðingi sem starfa bæði á skrifstofum okkar á Íslandi og Spáni. Í okkar röðum eru íslenskir lögfræðingar og fyrrum íslenskur útibússtjóri spænsks banka en við höfum áralanga reynslu af sölu fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa á Spáni og þekkjum við því vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu enda hluti starfsmanna búsettur á Spáni.
Hagur kaupenda er þannig tryggður í gegnum kaupferlið á Spáni á okkar ástkæra ylhýra tungumáli, enda er um að ræða viðskipti einstaklinga á erlendri grund þar sem spænsk lög gilda. Kaupsamningar og allur frágangur er eingöngu gerður á Spáni í gegnum Notari (sýslumann) og í samræmi við spænsk lög.
Velkomin á Spánarheimili.is.
Við höfum því aðgang að öllum þeim eignum sem eru til sölu á svæðinu. Einnig eru á síðunni helstu upplýsingar um kaupferlið á Spáni svo og upplýsingar um Costa Blanca-svæðið á suðaustur Spáni en það er markaðssvæðið sem við einbeitum okkur að enda stærsta orlofshúsabyggð í evrópu og beint flug til og frá Íslandi á svæðið.
En afhverju Spánarheimili?
Starfsfólk Spánarheimilis er staðsett bæði á Íslandi og Spáni en við höfum skrifstofur í báðum löndunum. Við höfum áralanga reynslu af sölu fasteigna á Spáni sem og fjármögnun fasteignakaupa og þekkjum því vel til allra aðstæðna og staðhátta á Costa Blanca svæðinu.
Margir íslendingar taka þann pól í hæðina að fara til Spánar á eigin vegum í þeim tilgangi að þræða á milli fasteignasala og byggingaraðila og skoða eignir í rólegheitum og af yfirvegun. Í ljósi reynslunnar er það mikill misskilningur hjá fólki að það heldur að þá sé að spara sér eitthvað með því að fara þessa leið. Í stuttu mál er það svo að það er seljandinn sem greiðir söluþóknunina og því er okkar þjónusta gagnvart kaupendunum ókeypis og því um að gera að nýta sér okkar þekkingu og faglegrar aðstoðar í gegnum allt kaupferlið og það allt á okkar ástkæra tungumáli – íslenskunni.
Jafnframt erum við á Facebook og þar birtum við hagnýtar upplýsingar sem og upplýsingar um allar nýjar eignir sem koma í sölu.
STARfsmenn
Bjarni Sigurðsson
Kristinn R Kjartansson
Daði Agnarsson
Elís Árnason
Ásbjörg Sigurðardóttir
Ásthildur Huber
Kristín Skjaldardóttir
Guðbjörg Hannesdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Hrafnhildur Ósk Eiriksdóttir
Susana G Vega
Sigurður Bjarnason
Hörður Hrafndal
Skristofur okkar á Íslandi og Spáni
Á íslandi
Hlíðasmára 2 – 201 Kópavogur
Á spáni
C. Juan Marse, 03189,
Alicante, Spain