Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta

Þjónusta

Eins og gefur að skilja eru lög og reglur á Spáni að sumu leyti frábrugðin því sem fólk á að venjast á Íslandi og hin ýmsu málefni er snerta íslendinga á spáni geta verið framandi og þarf oft sérfræðiþekkingar við til að rata réttu leiðina í gegnum frumskóg spænska kerfisins. Innan raða Spánarheimila starfar íslenskur og spænkur lögfræðingur ásamt fyrrum spænskum bankaútibússtjóra sem geta aðstoðað Íslendinga á Costa Blanca ströndinni við öll þau lagalegu atriði er snúa að fasteignum, gerð skattaskýrslna, bifreiðakaup, fasteignakaup og öll önnur þau úrlausnarefni sem koma upp á degi hverjum eins og við búsetuskráningu, skólavist barna, spænsk sjúkraskírteini og margt fleirra.

Dæmi um verksvið eru:

Gerð skattaskýrslna fyrir íslenska fasteignaeigendur.

Aðstoð við útvegun á spænskri kennitölu – búsetuvottorði ofl.

Hagsmunagæsla við kaup eða sölu á fasteignum.

Aðstoð við eigendaskipti á bifreiðum eða öðrum lausafjármunum.

Aðstoð við að stofna spænskt skráð fyrirtæki og útvegun tilskilinna leyfa.

Aðstoð við að opna rekstur og útvega tilskilin leyfi yfirvalda.

Málflutningur og hagsmunagæsla fyrir spænskum dómstólum.

Skjalagerð ýmiss konar eins og gerð leigusamninga – umboða – kaupsamninga.

Gerð spænskrar erfðaskrár fyrir íslenska fasteignaeigendur.

Aðstoð við innflutning og útflutning.

Sjá nánar verðskrá – https://spanarheimili.is/verdskra/

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur hér !