Aftur á yfirlitssíðu

Las Colinas

Holur: 218
Lengd: 6377 metrar
Par 71
Upplýsingar

Las Colinas er perlan meðal fjölmargra glæsilegra golfvalla á Alicante-svæðinu. Margverðlaunaður og í hávegum hafður meðal allra þeirra sem hann hafa spilað. Þá má nefna að völlurinn hefur verið notaður í evrópsku mótaröðinni, ekki að ófyrirsynju.

Um er að ræða golfvöll sem er par 71 og hannaður af Cabell B. Robinson, sem á heiðurinn af þekktum golfvöllum á borð við La Reserva í Sotogrande og Finca Cortesin á Costa del Sol á Spáni, svo einhverjir séu nefndir.

Völlurinn er til þess að gera nýr – hann var tekinn í notkun 2010 –liggur í hring í dalverpi og er umlukinn hæðum. Er sérstaklega lagt uppúr því af Robinson að völlurinn falli inn í landslagið. Hver hola sérstök. Þeir sem kunna spænsku vita að colinas þýðir hólar; völlurinn er langt í frá flatneskjulegur. Þeir sem spila Las Colinas taka eftir því að öll umhirða er til fyrirmyndar, niður í smæstu atriði þannig að unun er að fara þar um. Í klúbbhúsinu má finna góðan veitingastað og bar. Þar er að finna allt sem nöfnum tjáir að nefna og tengist golfiðkun – þetta nálgast að mega heita paradís golfarans og er erfitt er að stilla sig um að nota efsta stig lýsingarorða þegar reynt er að lýsa Las Colinas.

Fjölbreyttur gróður og landslag umlykja völlinn en einkennandi eru hólar, drifahvítar sandglompur og svo tjarnir og aðrar vatnshindranir.

Erfitt er að taka einhverja eina holu eða braut út úr til dæmis, þær eru allar skemmtilegar og hafa sín sérkenni en þó má nefna par 3 holurnar sem eru sérlega eftirminnilegar; 7. brautin er stutt eða um 100 metrar og 14. hola sem er ákaflega krefjandi, varin af læk sem rennur framan við flötina, vatni á vinstri hönd og risasandglompu á hægri hönd – hindranir eru allt í kringum flötina. Brautin sú er 155 m af gulum og 124 m af rauðum.

Símanúmer

+34 620 96 70 67

Staðsetning

Avenida de las Colinas, 2

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.