Aftur á yfirlitssíðu

La Serena Golf

Holur: 18
Lengd: 5884 metrar
Par 72
Upplýsingar

La Serena-golfvöllurinn er hannaður af Manuel Piñero, þeim kunna golfara sem í tvígang spilaði með liði Evrópu í Rydernum. 

Þó völlurinn allur sé tiltölulega flatur, og ekki mjög langur þá ættu menn að varast þá hugmynd að um sé að ræða léttan völl. Vatnshindranir koma við sögu á 16 af 18 brautum vallarins auk þess sem staðbundnir vindar á vestanverðu Miðjarðarhafssvæðinu kunna að setja strik í reikninginn. En, ef kylfingarnir ná að höndla þessa þætti gætu þeir skorað ágætlega. Hér snýst allt um að vera nákvæmur og á boltanum. Völlurinn vinsæll meðal heimamanna og hefur verið lengi og hafa verið haldin mörg mót á La Serena í gegnum tíðina.

La Serena er par 72, lengd vallarins er frá gulum teigum 5884 en af rauðum 4923. Völlurinn var vígður árið 2006. Eins og áður sagði er völlurinn flatur en fallegur og setja pálmatré mark sitt á útsýnið.

Staðsetning vallarins er í grennd við Mar Menor-ströndina, byggingar sem sjá má í grennd vallarins eru í skemmtilegum spænskum arkítektúr, þar má til dæmis sjá 500 ára gamlan varðturn í kastalastíl, sérstaklega byggður og hannaður til að hafa auga með sjóræningjum sem áttu það til að herja á íbúa á öldum áður. Klúbbhúsið er sérlega fínt, stórt og þar má finna alla helstu þjónustu sem snýr að þörfum kylfinga.

Sjá staðsetningu

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.