Aftur á yfirlitssíðu

El Valle

Holur: 18
Lengd: 6355 metrar
Par 71
Upplýsingar

El Valle-golfvöllurinn er staðsettur í ákaflega fallegum, villtum og óbyggðum dal eða dalverpi. Þetta er á mörkum eyðimerkur sem setur mikinn svip á völlinn. Mikið er lagt uppúr að þessi til þess að gera stutti völlur, en hann er par 71, falli vel inn í landslagið. Völlurinn var opnaður á því herrans ári 2007. 

Eins og segir í golfvallalýsingu er þessi völlur ekki endilega hugsaður fyrir þá sem slá sem allra lengst heldur fremur þá sem leggja uppúr því að hugsa sinn leik og eru nákvæmir. Völlur fyrir hinn hugsandi kylfing – sem jafnframt er gæddur ímyndunarafli og má heita lunkinn í stutta spilinu. Völlurinn er þó ekki snubbóttur nema síður sé, heilir 6355 metrar á lengd, en er þá miðað við hvíta teiga.

Nokkurt landslag er í vellinum og erfiður kargi getur gleypt kúluna ef menn slá af leið. Þá eru tvær tjarnir á vellinum sem koma við sögu á 13. og 14. holu og svo tveimur síðustu holunum: 17. og 18. Völlurinn er því býsna krefjandi og lagt uppúr að menn viti hvað þeir eru að gera.

Líkt og með Mar Menor er El Valle liður í Polaris World-verkefninu mikla. Sem þýðir einfaldlega að hönnunin er Nicklaus-teymisins. Mun þetta hafa verið lagt upp sem eitt metnaðarfyllsta sem telst til Polaris World. Við völlinn er allt sem nöfnum tjáir að nefna og tengist golfi, allt það sem hver kylfingur þarf og vill: Æfingasvæði, verslanir, veitingastaðir og krár...

Sjá staðsetningu

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.