Aftur á yfirlitssíðu

El Plantio

Holur: 18
Lengd: 5887 metrar
Par 72
Upplýsingar

El Plantio golfvöllurinn er hannaður af Manuel Ferri Sanchez og tók til starfa árið 1993. Þetta er par 72 völlur, 5887 metra langur af gulum teigum en 5289 af rauðum. 

Þetta er völlur sem hentar þeim sem slá tiltölulega beint vel, því brautirnar eru allar rammaðar inn með trjám á báða bóga. Ekkert þó til að hafa þungar áhyggjur af því brautirnar eru tiltölulega breiðar og þægilegar, enginn kargi en ef menn lenda út í trjám gæti það kostað högg. Hér gætu menn lækkað forgjöf sína með góðu skori.

Eins og Spánverjar stæra sig gjarnan af þá er El Plantio völlurinn hannaður þannig að hann sé í sátt við umhverfi sitt. Sérstaklega er gaman að skoða hvernig pálma- og ólífutrjám hefur verið plantað markvisst og er áveitukerfi notað bæði til að vökva þau sem og til að skapa vatnshættur.

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.