Aftur á yfirlitssíðu

Bonalba golf

Holur: 18
Lengd: 6096 metrar
Par 72
Upplýsingar

Bonalba er gróinn völlur sem staðsettur er alveg við ströndina: Playa de San, í útjaðri Alicante-borgar. Það er því sjávarsýn sem tekur á móti kylfingum á Bonalba.

Völlurinn er 6.096 metra langur af gulum teigum, 5329 af rauðum, par 72 en hönnuðurinn er Ramon Espinosa. Völlurinn var opnaður árið 1995 þannig að hér er um gamalgróinn völl að ræða. Pálma- og furutré eru alltum kring og inni á vellinum til að marka af brautir. Svæðið allt er einstaklega gróðursælt.

Bonalba hefur verið vettvangur fjölda golfmóta og þykir hann nokkuð erfiður. Slope-ið er 132 miðað við gulu teigana og geta menn því ímyndað sér hversu erfiður völlurinn getur reynst. Fyrri níu holurnar reyna á tækni hvers kylfings, sneiða þarf hjá þremur af fimm tjörnum vallarins; holur 6 til 9 kalla heimamenn Amen Corner. Ef menn sleppa þaðan sæmilega óskaddaðir er góður möguleiki á ágætu skori.

Seinni níu holurnar eru lengri og þar er frekar að sjávargolan geti sett strik í reikninginn. Bonalba er fjölbreytilegur og gullfallegur völlur.

Sjá staðsetningu

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.