Aftur á yfirlitssíðu

Villaitana-Levante golf

Holur: 18
Lengd: 5777 metrar
Par 72
Upplýsingar

Enn einn völlurinn á þessu svæði sem hannaður er af sjálfri goðsögninni Jack Nicklaus og hans fólki: par 72, 5.777 metra langur af gulum teigum og 4687 af rauðum, þannig að völlurinn er í meðallagi langur.

Samkvæmt golfvallarlýsingum er Villaitana-Levante sagður dæmigerður Nicklaus-völlur: í amerískum stíl, þröngum brautum og listilega vel hönnuðum og mótuðum flötum sem vel staðsettar glompur verja. 

Kylfingar fá notið gullfallegs útsýnis við leik á Villaitana-Levante, með fjallahring á aðra hönd og sjávarsýn yfir Miðjarðarhafið á hina. Engin byggð er við völlinn þannig að við blasir ósnortin náttúran og furuskógar. Kylfingar eru vitaskuld göngugarpar upp til hópa, en hér er eiginlega ekki hægt að mæla með öðru en að fara um á golfbíl, því hæðarmismunurinn er það mikill. 

Athugið að flatirnar geta reynst mjög hraðar, þeir sem þarna hafa spilað vara sérstaklega við því og er mönnum ráðlagt að taka varlega á pútternum.

Tvö hótel, fjögurra og fimm stjörnu eru við völlinn og er allur aðbúnaður í dúr og takti við það. Kylfingar hafa aðgang að glæsilegum veitingastöðum hvar í boði eru góðar veitingar, og ættu vitaskuld að nýta sér það.

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.