Aftur á yfirlitssíðu

Alicante golf

Holur: 18
Lengd: 6057 metrar
Par 72
Upplýsingar

Þennan völl teiknaði sjálfur Severiano Ballesteros og í raun þarf enga aðra ástæðu til að sækja þennan völl heim; slík goðsögn sem Seve er. En, við setjum ekki punktinn þar. Eftir ýmsu er að sækjast öðru en því að geta sagt frá því að hafa spilað völl eftir Ballesteros. Alicante golf er einstakur völlur, sá eini á öllum Iberíu-skaganum og þó víðar væri leitað, (par 72, 6057 metrar af gulum teigum en 538 af rauðum) sem er með sex par þrjú, sex par fjögur og sex par fimm holur. Þetta má heita að rími ágætlega við þann frumleika sem einkenndi leik Ballesteros.

Fyrir þá sem eru högglangir eru ágætir möguleikar á að ná fugli á öllum par fimm holunum þó flatirnar séu vel varðar. Á vellinum eru sjö vatnshindranir og, eins og gefur að skilja, er betra að halda kúlum sínum þurrum vilji menn skora vel. Á fjórtándu holu er hindrun sem er algerlega einstök, þá þarf að fara hjá rústum „Villa Ferrer“, byggingu sem er allt frá tímum Rómverjanna eða 1 ári fyrir Krist. Þessar rústir uppgötvuðust þegar völlurinn var byggður.

Umtalað er hversu vel þessum velli er vel við haldið, opinn alla daga ársins nema á jóladag og ekki ætti að þurfa að minna lesanda á mikilvægi þess að mæta vel heitur á 1. teig. Við Alicante golf er öll aðstaða til fyrirmyndar; frábær æfingaaðstaða þar sem menn slá af grasi, glompur og púttvellir sem um að gera er að reyna til að vera upp á sitt besta þegar fyrsta höggið er slegið. Því sérstök upplifun er að spila þennan völl og menn ættu ekki að láta sér slíkt tækifæri fram hjá sér fara, láti það á sér kræla.

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.