Aftur á yfirlitssíðu

La Manga – North Golf

Holur: 18
Lengd: 4964 metrar
Par 71
Upplýsingar

La Manga er sannkölluð golfparadís. Þar er að finna þrjá frábæra golfvelli. Norðurvöllurinn, sem hér um ræðir, er hannaður af einum fremsta golfvallahönnuði heims, arkitektinum Robert Dean Putman. 

Völlurinn er par 71, 5,429 metra langur af gulum teigum en 4,964 af rauðum. Það sem einkennir þennan völl eru pálmatré sem umkringja völlinn og eru víða í leik, gil og lækir og svo tjarnir. Norðurvöllurinn er eilítið styttri en Suðurvöllurinn, með þrengri brautum og stærri flötum. 

Kylfingar þurfa að slá oft yfir vatnstorfærur og fara yfir brýr sem setja sinn svip á völlinn.

Þeir sem eru góðir með pútterinn ættu að kunna vel að meta La Manga north-gólfvöllinn: Flatirnar á La Manga north eru eftirtektarverðar. Í þeim er mikið landslag, og þær eru víða á pöllum. Þess sést staður strax á 2. holu en þar er fötin á þremur pöllum. Hér er því lykilatriði að vita hvað maður er að gera og kunna á járnin; innáhöggin skipta miklu máli sem og að vera á braut.

Eins og áður sagði er La Magna golfklúbburinn sannkölluð golfparadís. Vellirnir allir eru verðlaunaðir; allt svæðið er sérstaklega hannað að teknu tilliti til golfíþróttarinnar. Þarna er allur pakkinn til staðar; klúbbhúsið, sem staðsett er milli norður- og suðurvallar frábært, veitingastaður, bar og æfingaaðstaða í fremstu röð.

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.