Aftur á yfirlitssíðu

Villaitana-Poniente golf

Holur: 18
Lengd: 3858 metrar
Par 62
Upplýsingar

Um er að ræða völl sem er í miklu uppháhaldi meðal margra kylfinga, þá vegna þess hversu sérstakur hann er. Þetta er systurvöllur, eða litli bróðir, Villaitana-Levante golfvallarins, þá í þeim skilningi að hann er miklu styttri eða 3.858 metra langur og par 62.

Völlurinn var vígður árið 2007 og einnig hannaður af Jack Nicklaus og hans teymi. 

Völlurinn liggur í hlíðum við Miðjarðarhafið, fjalla- og sjávarsýn blasir við en allt umhverfið er vaxið fögrum furuskógi. Hönnunin býður uppá fjölbreytilegt golf, og þó hann sé styttri en Villaitana-Levante er þetta krefjandi völlur. Einkum er spurt um hæfni með styttri járnin. 

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.