Aftur á yfirlitssíðu

La Peraleja golf

Holur: 18
Lengd: 6089 metrar
Par 72
Upplýsingar

Golfklúbburinn La Peraleja verður að teljast með betur heppnuðum svæðum sinnar tegundar við Miðjarðarhafið og þó víðar væri leitað; í raun draumur golfarans. Þarna er ákaflega gaman að koma og skoða sig um því golfvöllurinn er sérstaklega hannaður í orlofshúsabyggð og klúbbhúsið einnig. Golfvöllurinn fellur inní umhverfið eins og flís við rass.

Völlurinn sjálfur er hannaður af Severiano Ballesteros, hann var opnaður árið 2008, er par 72, 6.089 metrar af gulum teigum og 5082 af rauðum.

Völlurinn liggur milli fjölmargra hóla og einkennandi fyrir hann eru fjölmargar tjarnir sem eru í leik. Hönnun Seves er rómuð og eru margar holurnar eftirminnilegar. Má þar nefna 17. holu, par 4 351 metrar á lengd, sem þykir einstaklega vel heppnuð. Vatn er kylfingum á vinstri hönd og brautin mjó alla leið og varða glompur leiðina á hægri hönd. Þarna skiptir öllu að geta slegið beint og ef það lánast eru kylfingar í ágætum málum.

Klúbbhúsið, sem áður hefur verið nefnt, er skemmtilega hannað en veitingastaðurinn þar er sérstaklega upp settur þannig að útsýni er gott yfir völlinn. 

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.