Aftur á yfirlitssíðu

La Torre Golf

Holur: 18
Lengd: 6355 metrar
Par 71
Upplýsingar

La Torre er hannaður af sjálfum Jack Nicklaus og hans mikla og virta golfvallahönnunarteymi. La Torre Golf Resort er lúxus búsetukjarni sem saman stendur af fimm stjörnu íbúðum, krám, veitingastöðum, hóteli, kjörbúð og ýmsu öðru sem myndir þorp sem hverfist um 18 holu golfvöllinn. La Torre Golf telst til Polaris World sem þýðir einfaldlega að þarna er allt sem hugurinn girnist; ef þú ert kylfingur. Völlurinn er staðsettur fáeina kílómetra frá Mar Menor-ströndinni og þarna iðar allt af lífi. Þarna nýtur fólk lífsins – um er að ræða sannkallaða sumarleyfisparadís. Völlurinn sjálfur er í sama gæðaflokki.

La Torre er par 71 golfvöllur, 6,355 metra langur, lagður og lagaður að fallegu landslagi sem þarna er til staðar. Fimm hektarar eru lagðir undir glompur sem hefur verið komið fyrir kænskulega, kylfingar þurfa að vera vakandi fyrir þeim sem og þremur allstórum tjörnum, svo stórum að Spánverjar tala um vötn í því samhengi, sem koma við sögu á sex brautum vallarins. La Torre er sagður einkennandi fyrir þá hönnun sem Jack Nicklaus leggur upp með, kylfingar þurfa að vera vel vakandi fyrir því hvaða kylfur þeir velja nánast á hverri einustu braut. Og sérstaklega má vara við tveimur par 3 holum vallarins, þeirri 9. og 11. – stórhættulegar báðar tvær og geta hæglega rústað góðu skorkorti ef menn halda ekki vöku sinni og eru ekki þeim mun betur á boltanum.

Auk þess sem tilþrifamiklar glompurnar greina að brautirnar ber að nefna að allt umhverfið mjög gróið, skógur rammar völlinn og brautirnar af og skapa afar skjólgott og friðsælt umhverfi.

Sjá staðsetningu

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.