Aftur á yfirlitssíðu

La Finca

Holur: 18
Lengd: 6394 metrar
Par 72
Upplýsingar

La Finca er bráðskemmtilegur golfvöllur. Fremur nýlegur, völlurinn var vígður árið 2002 og er mjög „hannaður“, ef svo má að orði komast - útpældur. Það er hinn þekkti spánski golfvallahönnuður Pepe Gancedo sem á heiðurinn af því og hann fékk nokkuð frjálsar hendur við það verk. 

Völlurinn er par 72 en telst alllangur eða 6,394 metrar miðað við gula teiga en 5.411 af rauðum, breiðar brautir eru einkennandi en þarna eru margar vatnstorfærur sem gera það sérlega spennandi að spila La Finca. Ekki er vitlaust að hafa aukagolfkúlur í pokanum þegar La Finca er spilaður. Golfarar þurfa að útfæra sinn leik vel og ráða yfir ólíkum höggum ef þeir ætla að skora vel. Þeir sem kunna að sveifla drævernum munu verða einkar ánægðir með La Finca.

Flatirnar eru sérlega skemmtilega útfærðar, stórar og hraðar. Allar holurnar eða brautirnar, hafa sín sérkenni en sérstaklega eftirtektarverðar eru 5. hola en þar er flötin á eyju og sú 6. sem þykja alveg einstaklega fallegar, umhverfið er einstakt en fossar og lækir setja mark sitt á það. 

Völlurinn heyrir til La Finca-hótelsins, sem er í fremstu röð á Spáni og það þarf því ekki að sökum að spyrja; allur aðbúnaður er til mikillar fyrirmyndar, ljómandi veitingasala, æfingaaðstaða eins og best verður á kosið og golfbúð sem gaman er að skoða, svo eitthvað sé nefnt.

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.