Aftur á yfirlitssíðu

Mar Menor Golf

Holur: 18
Lengd: 6153 metrar
Par 72
Upplýsingar

Mar Menor golfvöllurinn er einstaklega skemmtilegur. Upphaflega var völlurinn hannaður af hinum þekkta golfvallaarkítekt David Thomas, það er fyrri níu holurnar en þegar við hann var byggt og hann endurnýjaður var það hönnunarteymi Nicklaus sem stjórnaði verkinu.

Þetta er einstaklega fallegur völlur, einkennandi eru hvítar og miklar glompur og pálmatré auk tjarna. Þetta er par 72, fyrri níu holurnar eru 3,275 metrar en seinni eru 2,878 metrar og er þá miðað við hvíta teiga. Þetta eru tvær flugur í einu höggi; spila völl sem bæði er hannaður af Thomas og Nicklaus.

Völlurinn var vígður árið 2005 og var það upphaf hinnar kunnu Nicklaus Design-slóð, sem samanstendur af golfvöllum og orlofsbústöðum víðsvegar um Evrópu. Verkefnið heitir Polaris World og gengur út á að hanna golfvöll og við er byggð, verslanir, barir og veitingastaðir; allt sem uppfyllir draum kylfingsins. Það var því talverður metnaður lagður í hönnunina. Og það skilar sér meðal annars í því að hver og ein einasta hola er sérstök og kylfingurinn þarf að halda einbeitingunni allan tímann; leggja leik sinn vel upp. Fjölmargar hindranir verða í vegi hans og spila tjarnir stórt hlutverk. Áræði og sterkar taugar koma að góðum notum á þessum velli. Sérstaklega tilkomumikið er vatnasvæðið í kringum 13., 14. og 15. holu og þar þurfa menn á öllu sínu að halda.

Staðsetningin vallarins er Torre Pacheco, Murcia sem aðeins er í tíu kílómetra fjarlægð frá Murcia flugvellinum. Við völlinn er svo staðsett samnefnt fimm stjörnu glæsihótel, og er þar að finna spa, heit böð ... í raun alla slökun hugsanlega, auk glæsilegs veitingastaðar.

Sjá staðsetningu

Allir viðskiptavinir Spánarheimlis sem eru í
Vildarklúbbnum njóta afsláttarkjara á vallargjöldum í gegnum GÍS.