Fréttir
22.09.2018
OPIÐ HÚS sunnudaginn 23.09 á milli 12;00 og 18;00
Kynningarfundur um hvernig fasteignakaup á Spáni ganga fyrir sig og hvernig Spánarheimili getur auðveldað þér að látið drauminn rætast um orlofseign á Spáni verður haldinn á milli kl 12;00 og 18;00 á skrifstofu Spánarheimila í Firðinum Verslunarmiðstöð 2.hæð sunnudaginn 23.sept. Allir velkomnir í spjall og létta veitingar í boði.
14.02.2018
Spánarheimili flytur
Spánarheimili færir sig um set. Skrifstofan okkar er flutt af Suðurlandsbrautinni yfir í Verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði - 2.hæð. Allir velkomnir í kaffispjall.
04.09.2017
Kynning 09.09.17 - Fasteignakaup á Spáni
KYNNINGARFUNDUR á Hótel Hilton (2.hæð) laugardaginn 9.september kl 15:00. Starfsfólk Spánarheimila mun fara yfir allt það helsta sem gott er að hafa í huga varðandi kaup á orlofseign á Spáni. Fasteignamarkaðurinn svo og svæðið verður kynnt fyrir fundargestum ásamt mögulegri fjármögnun á Spáni. Spurningum fundargesta svarað og skoðunarferðir til Spánar og Tenerife kynntar. Eftir kynninguna býðst fólki að fá einkaviðtal við starfsfólk Spánarheimila. Veitingar í boði og allir velkomnir. Sjáumst í sólskinsskapi Starfsfólk Spánarheimila.
01.02.2017
SPÁNARKYNNING - 11.02.2017
Laugardaginn 11.febrúar kl 16;00 mun starfsfólk Spánarheimila standa fyrir kynningu á fasteignakaupum á Spáni á Hótel Hilton Nordica. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gott er að hafa í huga varðandi kaup á orlofseign á Spáni. Fasteignamarkaðurinn svo og svæðið verður og kynnt fyrir fundargestum og möguleg fjármögnun á Spáni kynnt. Spurningum fundargesta svarað og skoðunarferðir kynntar. Eftir kynninguna býðst fólki að fá einkaviðtal við starfsfólk Spánarheimila. Veitingar í boði og allir velkomnir. Sjáumst í sólskinsskapi Starfsfólk Spánarheimila
31.12.2016
Hugleiðingar um áramót.
Nú þegar hið markverða ár 2016 rennur sitt skeið á enda er við hæfi að setjast niður og líta aðeins til baka samfara því að líta fram á við til ársins 2017. Það er ljóst að fasteignamarkaðurinn á Costa Blanca svæðinu hefur tekið vel við sér á árinu 2016 þó með sanni megi segja að hann hafi byrjað að taka við sér árið 2015. Samkvæmt opinberum tölum frá Fasteignmati Ríkisins á Spáni varð um 6% meðaltals verðhækkun á fasteignaverði á Costa Blanca svæðinu á árinu 2015 og var það í fyrsta skipti frá hrunárinu mikla 2008 sem fasteignir hækka í verði. Gífurlegt verðhrun og offramboð eigna myndaðist strax árið 2009 og lækkuðu eignir víða á svæðinu um 50-60% í verði. Það er alveg ljóst og samdóma álit allra á fasteignamarkaðnum á Spáni að það hefur orðið að minnsta kosti sambærileg verðhækkun á svæðinu árið 2016 eins og varð 2015. Þetta mun allt koma þó í ljós í lok janúar eða byrjun febrúar 2017 þegar tölur verða opinberaðar. Hvað varðar íslenska fasteignakaupamarkaðinn á orlofseignum á Spáni þá urðu straumhvörf fyrir íslenskar kaupendur núna á haustmánuðum 2016 þegar gjaldeyrishöft voru aflögð hvað varðar kaup einstaklinga á orflofseignum erlendis. Síðan er ekki úr vegi að nefna það að íslenska krónan hefur á árinu 2016 styrkst gífurlega gagnvart evrunni eða um 17% á milli ára sem þýðir ekkert annað en að enn betra verð er á eignum á Spáni til Íslendinga. Öll skilyrði eru jákvæð fyrir árið 2017 og ljóst að áhugasamir íslenskir fasteignakaupendur munu hafa mikinn meðbyr strax í upphafi árs og alveg ljóst að ef einhvern tímann sé unnt að tala um rétta tímann til að fjárfesta í draumaeigninni á Spáni þá er það núna. Gleðilega hátið allir saman og megi árið 2017 færa ykkur mikla hamingju og vera ykkur fengsælt fh. Spánarheimili Bjarni Sig framkv.stjóri
06.11.2016
Íslenskir fasteignaeigendur þurfa að skila inn skattskýrslu á hverju ári
Þeir sem eiga fasteign á Spáni, hvort heldur þeir sem eru skráðir einir fyrir eign eða með öðrum, þurfa að skila árlegu skattframtali til skattayfirvalda. Og þá vitaskuld áður en framtalsfrestur rennur út. Hvaða skatta og hversu mikið þarf að greiða miðast svo við það hvort viðkomandi telst hafa fasta búsetu á Spáni eða ekki. Non-residents (ekki með fasta búsetu á Spáni) Þetta eru þeir sem hugsanlega eiga fasteign á Spáni en búa og starfa utan Spánar, það er að segja skattlögheimili þeirra er ekki þar og þeir dveljast innan við 183 daga á ári hverju á Spáni. Non-residents, þeir sem skráðir eru fyrir fasteign á Spáni, greiða eftirfarandi skatta ár hvert: • IBI – fasteignagjöld sem fara til þess ráðhúss þar sem eignin er skráð og er innheimt af innheimtufyrirtækinu Suma • IRNR skattur – (non resident) – reiknaður tekjuskattur sem fer til spænskra skattayfirvalda (Hacienda) Fasteignaeigendur ættu ekki að leggja trúnað á sögusagnir sem eru á kreiki þess efnis að þeir þurfi ekki að greiða þessa skatta. Þeir sem eiga fasteign á Spáni án búsetu þurfa að greiða skatta. Þetta er þrátt fyrir að ... • Eigendur komi sjaldan og dvelji einungis nokkra daga í eigninni eða jafnvel komi alls ekki • Eigandi hafi ekki fengið ítrekunarkröfu frá Hacienda. Hafi honum ekki borist slíkt bréf þýðir það að þeir vilja láta framkvæma rannsókn • Eigandi sért ekki að hafa neinar eiginlegar tekjur af eigninni og/eða hún standi auð • Eigandi tali hvorki né skilji spænsku Fasteignaeigendur munu fá reikning sendan fyrir IBI skattinum. Spurningin er; mun viðkomandi berast sá reikningur eða sjá hann? Það er ekki endilega víst. Ákaflega mikilvægt er að greiða þennan skatt. Yfirvöld geta gert fjárnám hvort heldur er á bankareikningum eða í eigninni sjálfri vegna vangoldinna IBI skatta. Í sambandi við IRNR skattinn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekki er sendur reikningur til viðkomandi né send krafa frá spænskum skattayfirvöldum. Skattgreiðandi er er einfaldlega skyldugur til að reikna út skattinn og koma skattframtalinu og greiðslunni til skattayfirvalda. Þetta er á hans ábyrgð. Skattgreiðandinn getur tilnefnt umboðsmann til að sjá um að gera skattframtalið fyrir hans hönd og koma greiðslunni til skattayfirvalda. Við tökum að okkur að gera skattframtal fyrir íslenska fasteignaeigendur á Spáni. Þegar skatturinn hefur verið greiddur sendum við afrit af skattframtalinu rafrænt til viðkomandi aðila ásamt kvittun frá okkur. Við bjóðum upp á örugg vinnubrögð við gerð skattframtala gegn sanngjarnri þóknun. Ákaflega mikilvægt er að hafa þessa hluti á hreinu og ganga úr skugga um að allar skattalegar skyldur á Spáni séu uppfylltar til að koma í veg fyrir óvæntar og erfiðar uppákomur eftir á. Við veitum svör við spurningum um skattamál fyrir non-residents í gegnum [email protected]
05.11.2016
Engin gjaldeyrishöft lengur - öllum frjálst að kaupa orlofshús á Spáni.
Samkvæmt nýjum lögum um losun fjármagnshafta samþykkt á Alþingi fyrir 4 vikum er einstaklingum nú heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á ári, óháð kaupverði. Lögin hafa tekið gildi og því ljóst að ekki þarf lengur að fá formlegt leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir kaupum á gjaldeyri vegna fasteignakaupa erlendis. Þessu ber að fagna eftir 8 ára gjaldeyrishöft. Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Spánarheimilis eða í síma 5585858
05.11.2016
Ný heimasíða í loftið
Spánarheimili kynnir með stolti nýja heimasíðu sem var formlega opnuð og sett í loftið laugardaginn 5.nóvember 2016. Ýmsar nýjungar eru á nýju heimasíðunni sem við leyfum viðskiptavinum okkar að skoða. Um leið og nýja heimasiðan er opnuð kveðjum við eldri siðuna sem var formlega sett í loftið þann 25.janúar 2011. Einnig stefnum við á að koma með fleirri nýjungar inn á heimasíðuna í náinni framtíð.
06.08.2016
Fríar skoðunarferðir
5 daga SKOÐUNAFERÐIR til Spánar núna í september og október fyrir aðeins kr. 59.900,- pr mann. Bjóðum öllum þeim sem huga að fasteignakaupum á Spáni upp á 5 nátta sérsniðnar skoðunarferðir til Spánar en innifalið í verði er beint flug báðar leiðir og gisting. Hér er upplagt að njóta leiðsagnar íslenskra aðila búsetta á Spáni með áralanga reynslu á sölu fasteigna við Miðjarðarhafið og reynslu úr spænska bankakerfinu. Ekki verður um stóra hópa að ræða heldur verður hver og ein skoðunarferð sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Kostnaðurinn við skoðunarferðina er endurgreiddur ef af kaupunum verður. Allar frekari upplýsingar veittar í gegnum [email protected] eða í síma 5-585858