Blogg og Blogg og

Blogg og

fréttir

2 jan 2026
Ný umferðarlög á Spáni vegna neyðarljósa í ökutæki frá og með 1. Janúar 2026
Ný umferðarlög á Spáni vegna neyðarljósa í ökutæki frá og með 1. Janúar 2026

Frá og með 1. janúar 2026 eru öll ökutæki sem eru skráð á Spáni skyldug til að hafa V16 neyðarljós í ökutækinu í stað hefðbundinna viðvörunarþríhyrninga vegna ökutækja sem stöðvast vegna bilunar eða slyss.

V16 neyðarljósið gefur frá sér 360 gráðu blikkandi gult ljós og er hannað þannig að hægt sé að setja það á ökutækið, yfirleitt á þakið (segull), án þess að ökumaður þurfi að yfirgefa bílinn. Með þessu vilja spænsk umferðaryfirvöld auka öryggi vegfarenda og draga úr hættu á slysum við vegkantinn.

Að sögn DGT (spænska umferðarstofa) er markmið reglunnar að fækka alvarlegum slysum og dauðsföllum en á hverju ári látast um 25 manns á Spáni eftir að hafa stigið út úr ökutæki sínu til að setja upp viðvörunarþríhyrninga. Með V16 neyðarljósinu er hægt að setja það td. á þak ökutækisins, innan úr bílnum sem dregur verulega úr þeirri áhættu.

Reglan gildir um fólksbíla, sendibíla, vörubíla og rútur sem eru skráðar á Spáni. Mótorhjól og létt bifhjól eru almennt undanþegin.
Erlend skráð ökutæki sem eru í tímabundinni heimsókn á Spáni þurfa ekki að fylgja reglunni og mega áfram nota öryggisbúnað samkvæmt reglum heimalands síns, sbr. viðvörunar þríhyrnings.

V16 neyðarljósið verður að vera samþykkt af DGT og tengt við umferðarkerfi landsins. Það er því mikilvægt að kaupa rétt ljós sem eru viðurkennd en mikið er um "ólögleg" ljós til sölu. Þetta má staðfesta td. á heimasíðu DGT (spænska umferðarstofan)

Ökumenn sem ekki hafa samþykkt V16 vöruljós í ökutæki sínu frá 1. janúar 2026 geta átt yfir höfði sér sektir sem eru almennt um 80 evrur þó hærri sektir geti átt við ef merking er röng eða ófullnægjandi.

Semsagt - hefðbundnir viðvörunarþríhyrningar eru því ekki lengur löglega viðurkenndir fyrir ökutæki sem eru skráð á Spáni.

Heimasíða DGT - upplýsingar um viðurkennd neyðarljós

26 des 2025
Þegar veturinn kallar – skíðadagar á Spáni
Þegar veturinn kallar – skíðadagar á Spáni

Skíðadagar í nágrenni Costa Blanca og Costa Cálida

Það er eitthvað töfrandi við að búa eða dvelja á Costa Blanca eða Costa Cálida. Sólin fylgir manni yfir vetraturinn, að ganga meðfram ströndinni verður hluti af rútínunni og lífið er einhvernveginn léttara. En það sem margir átta sig ekki á er að hér býrðu ekki einungis við Miðjarðarhafs hlýjuna, heldur eru snjóþakin fjöll innan seilingar. Það er í raun magnað hversu auðvelt er að fara frá heitu loftslagi við ströndina upp í snjóþakin fjöll á nokkrum klukkustundum í bíl.

Við höfum tekið saman helstu og aðgengilegustu skíðasvæðin fyrir öll sem búa eða dvelja á Costa Blanca eða Costa Cálida.

Sierra Nevada

Stærsta og vinsælasta skíðasvæði Suður-Spánar.

Sierra Nevada er án efa aðal skíðasvæði suður- og austurstrandar Spánar. Það er staðsett rétt fyrir ofan Granada. Það tekur um þrjár og hálfa til fjórar klukkustundir að keyra frá Costa Blanca og enn styttra frá Murcia og Torrevieja. Þetta er skíðasvæðið sem allir tala um, stórt, fagurt, líflegt og uppfullt af góðri stemningu.

Fjallið fer upp í rúmlega 3.000 metra hæð og býður upp á úrval brauta fyrir alla, allt frá breiðum og mjúkum byrjendabrekkum yfir í lengri og hraðari leiðir fyrir vana skíðara.

Veðrið er stór hluti af upplifuninni. Það eru fá skíðasvæði í Evrópu sem hafa jafn marga sólardaga yfir vetrartímann og Sierra Nevada. Það er eitthvað töfrandi við að skíða niður fjallið undir bláhimni með vetrarsólina í andlitinu.

Dagspassar eru yfirleitt á bilinu 50 - 66 evrur eftir árstíma, skíðaleiga og búnaður er á góðu verði miðað við gæði. Þeir sem vilja upplifa alvöru skíðastemningu, borða góðan mat og skíða í fjölbreyttum brekkum velja Sierra Nevada aftur og aftur.

Þetta er „stórt fjall“ sem bíður upp á mikið úrval, lúxus og skemmtun.

Valdelinares
Fullkomið skíðasvæði fyrir dagferðir

Valdelinares er í Teruel-héraði er hið klassíska litla fjallaþorp sem tekur á móti manni með ró og hlýju, aðeins um þremur tímum frá Alicante og er svipuð vegalengd frá Murcia og upp að Orihuela Costa. Valdelinares skíðasvæðið er ótrúlega fallegt og andrúmsloftið afslappað með fallegum kaffihúsum sem gerir svæðið hlýlegt og kósý.

Þetta svæði er vinsælt fyrir þá sem vilja „skíðadag“ án þess að plana heila helgi. Svæðið er sérstaklega vinsælt hjá fjölskyldum, byrjendum og þeim sem vilja léttan og afslappaðan skíðadag. Dagspassarnir hér kosta minna en í Sierra Nevada, oft á bilinu 30 - 40 evrur eftir tímabili. Valdelinares er góður kostur fyrir þá sem vilja uppfylla skíðaþörfina og anda að sér fersku fjallalofti án þess að ferðast of lengi eða eyða of miklum peningum.

Javalambre

Fallegt fjallavæði fyrir byrjendur og rólega skíðadaga

Javalambre er annað svæði í sama fjallgarði og Valdelinares og hefur sama notalega yfirbragðið. Einnig um tveggja og hálfs til þriggja tíma akstri frá Alicante en svolítið lengra frá Torrevieja. Þetta er svæði sem margir íbúar á Costa Blanca velja þegar þeir vilja stutta ferð, gott veður og rólega stemmningu.

Javalambre hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja sinn skíðaferil eða vilja prófa snjóinn í fyrsta skipti. Verðin eru á svipuðu róli og í Valdelinares, dagspassar að jafnaði í kringum 35–40 evrur. Brautirnar eru stuttar, greiðar og góðar fyrir byrjendur til að byggja upp sjálfstraust.

La Covatilla

Fyrir þá sem vilja fegurð og fjallaloft

La Covatilla, staðsett í Salamanca-héraði sem er aðeins lengra frá ströndinni, það tekur um um fjórar klukkustundir að keyra þangað frá Alicante og Murcia. Þetta svæði er minna þekkt meðal strandbúa, en þeir sem fara þangað dásama fegurðina sem býr yfir fjallinu.

La Covatilla hentar vel fyrir öll sem vilja rólegri upplifun, minni mannfjölda og skíðadag sem er meira um fjallaloft og náttúrutengingu en stærð og fjölda brauta. Verðin eru á svipuðu róli og önnur minni svæði eða í kringum 35-40 evrur. Þetta er skemmtilegur valkostur fyrir pör eða vini sem vilja upplifa annað vibe en fjöldan og fjörið í Sierra Nevada.

FJÖLLINN OG SNJÓRINN ER NÆR EN ÞÚ HELDUR

Þetta er eitt af því sem gerir Spán svo einstakan á veturna: hlýtt hafró og vetrarfjöll sem bíða þín handan við hæðina. Hér geturðu tekið dag frá sólbaði, hoppað inni í bíl með kaffi við

höndina og verið á skíðum um hádegisbil. Þetta er ekki bara ævintýri - þetta er lífsstíll sem margir eru farnir að sækjast í.

Hvort sem þú ert týpan sem vilt adrenalín og lengstu brekkurnar eða rólega snjóupplifun í mjúkum fjallastillingum, þá eru skíðasvæðin nálægt Costa Blanca og Costa Cálida fullkominn leikvöllur.

Og besta við þetta? Þú þarft ekki að velja á milli strandar eða snjós. Á Spáni færðu bæði.

14 des 2025
Enn eitt metið slegið á Alicante flugvelli
Enn eitt metið slegið á Alicante flugvelli

Samgöngur skipta sköpum þegar tekin er ákvörðun um hvar fjárfesta skuli í fasteignum. Mikilvægt er að geta ferðast á milli landa og svæða á fljótlegan, öruggan og hagkvæman hátt. Þetta er ein helsta ástæða þess að Costa Blanca-svæðið hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum.
Og ef einhver þjóð skilur mikilvægi góðra flugsamgangna, þá eru það við Íslendingar.

Alicante–Elche Miguel Hernández flugvöllur er einn af stærstu flugvöllum Spánar (3. stæðsti) og hefur sýnt mikinn vöxt. Alla mánuði ársins 2025 hefur verið umtalsverð aukning í farþegafjölda og núna í nóvember fóru um 11 milljónir farþega í gegnum flugvöllinn, sem jafngildir 10,3% aukningu miðað við sama tímabil í fyrra.

Flugsamgöngur milli Íslands og Alicante eru mjög góðar. Yfir vetrartímann eru að jafnaði 3–5 bein flug á viku, en yfir sumartímann 7–11 flug. Að auki eru fjölmargir möguleikar með td. einni millilendingu í Evrópu , sem gerir aðgengi Íslendinga að svæðinu einstaklega gott.

Það sem margir Íslendingar kunna einnig að meta er mikil tíðni fluga frá Alicante-flugvelli til annarra áfangastaða, bæði innan Evrópu og til fjarlægari landa. Þetta gerir flugvöllinn og svæðið í heild sinni afar hentugt fyrir frekari ferðalög.

Til dæmis:

- Viltu skella þér til Marrakech? Það er auðvelt – með Ryanair má fljúga þangað fram og til baka fyrir um 100 evrur og flugtíminn er aðeins um 2 klukkustundir.

- Tónleikar á Ibiza næsta sumar? Yfir sex flugfélög bjóða upp á bein flug daglega, verð frá um 21 evru og flugtími aðeins um 40 mínútur.

Ferðamöguleikar frá Alicante-flugvelli eru því nánast endalausir og þetta er einn af augljósum kostum þess að eiga fasteign á Costa Blanca-svæðinu.

Horft er til frekari uppbyggingar flugvallarins á næstu 5–7 árum, þar sem áætlað er að bæta við annarri flugbraut og stækka brottfarar- og komusvæði um allt að 40%. Þetta mun styrkja svæðið enn frekar sem alþjóðlegan samgöngu- og fjárfestingarkjarna.
Semsagt, svæði í hörku uppbyggingu nú sem fyrr !

10 des 2025
Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?
Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?

Já, svarið er í raun einfalt:
Lægri neyslukostnaður, ódýrari fasteignir og sól yfir 300 daga á ári.
Í staðinn fyrir að fara út í kuldann og byrja daginn á því að skafa bílinn á Íslandi, getur þú drukkið kaffi á svölunum í hita og yl á Spáni, fyrir helmingi lægra verð.

Ódýrari neysluútgjöld.
Spánarheimili hefur tekið saman nýjustu gögn frá Eurostat, Hagstofu Íslands, INE á Spáni og Numbeo um neyslu og húsnæðiskostnað á Spáni miðað við Íslandi. Niðurstöður sýna að Costa Blanca og Costa Cálida bjóða ekki aðeins upp á sól og strendur, heldur einnig mun hagkvæmari lífstíl og neysluútgjöld.
Samkvæmt viðeigandi gögnum eru neysluútgjöld á Spáni að meðaltali 50–70% lægri en á Íslandi. Þetta á ekki aðeins við um húsnæði og mat, heldur líka veitingastaði og bensín svo eitthvað sé nefnt.

Hvað þýðir þetta í raun ?

• Fjögurra manna fjölskylda sem eyðir að lágmarki 200.000 kr. í mat á mánuði, á Íslandi, greiðir aðeins um 100.000 kr. á Spáni.
• Lægra bensínverð sparar fjölskyldu með tvo bíla allt að 300.000 ISK á ári.
• Að fara út að borða er helmingi ódýrara heldur en í Reykjavík.
Samkvæmt þessum upplýsingum getur íslensk fjölskylda sparað allt að 1,7 milljón kr. á ári í daglegri neyslu með því að búa á Costa Blanca eða Costa Cálida.

Fasteignir allt að 3x ódýrari á Spáni.
Í Reykjavík kosta íbúðir í miðbænum að jafnaði um 1 milljón kr. á fermeter. Þetta þýðir að 80 fm íbúð kostar í kringum 80 milljónir kr.
Á Spáni er dæmið allt annað. Samkvæmt INE er meðal fermetraverð á Costa Blanca og Costa Cálida er í kringum 280 - 300 þúsund kr. og 375 þúsund kr. á nýbyggingum. Fasteignir á Spáni eru því allt að 3x ódýrari en á íslandi.
Raunverulegt verð fasteigna á báðum stöðum fer þó alltaf eftir staðsetningu, hverfi, stærð og hvort um nýbyggingu eða eldri eign ræðir.

Geta Íslendingar fengið lán á Spáni?
Já, Íslendingar geta fengið fasteignalán á Spáni gegn greiðslumati. Geiðslumatið byggist á íslendum fjarhagsgögnum sem við sjáum um að láta þýða og senda í bankana til að fá tilboð.
• Vextir: 2,75–4,5% (óverðtryggðir)
• Lánstími: Allt að 30 ár
• Fjármögnun: Allt að 75% af kaupverði
Til samanburðar eru vextir á íslandi á bilinu 8–11%, sem gerir fjármögnunina þar töluvert þyngri í mánaðarlegum greiðslum.
Athugið: Íslensk félög (ehf) geta ekki tekið lán á Spáni, en það er hægt að stofna spænskt félag sem tekur lánið. Við hjá Spánarheimili leiðbeinum þér í gegnum það ef þörf er á.

Aukin lífsgæði og frelsi frá skammdeginu.
Á Íslandi eru veturnir kaldir og dimmir en á Spáni skín sólin yfir 300 daga á ári. Þar getur þú spilað golf allt árið, farið út í stuttbuxum í janúar, spilað padel undir berum himni eða eytt kvöldum á ströndinni í stað þess að skafa bílinn í myrkri og frosti.
✅ Fyrir suma er þetta tækifæri til að flytja í sólina, breyta um lífstíl og spara í daglegum kostnaði.
✅ Fyrir aðra snýst þetta um að eiga sitt annað heimili í sólinni, nota það í fríum og leigja út þess á milli.

Margir viðskiptavinir okkar láta fasteignina sína borga sig sjálfa með útleigu sem stendur undir bæði afborgunum og kostnaði. Þú nýtur eigninnar þegar þú vilt en þess á milli læturðu hana vinna fyrir þig.
Útleiga eigna á Spáni er ein af mörgum þjónustum sem við hjá Spánarheimili bjóðum upp á.

Niðurstaða – Ísland vs. Spánn
Matarkostnaður: 50–70% ódýrari á Spáni
Veitingar: Lúxus máltíðir á Spáni kosta broti af verði mv. Reykjavík. Fasteignir: 2-3 sinnum ódýrari en í Reykjavík
Lífsstíll: 300 sólardagar á ári, menning og betri lífsgæði

En á Spáni færðu töluvert lægra inngangsverð, hagstæðari lán og ódýrari neyslukostnað.
Það má því með sönnu segja út frá upplýsingum hér að ofan að hægt er að lifa betri lífsstíl fyrir minna á Spáni og jafnvel spara í leiðinni.
Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið?
• Hvað með lán, vexti og skattamál?
Að kaupa eign á Íslandi er góð fjárfesting, sérstaklega ef þú ert nú þegar á markaðnum.

Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið, hvað með lán, vexti og skattamál?
• Hverjum get ég treyst o.s.frv.?

Við hjá Spánarheimili vitum nákvæmlega hvernig þér líður. Í yfir áratug höfum við aðstoðað hundruð Íslendinga við að finna drauma eignina sína á Spáni og förum með þeim í gegnum allt kaupferlið með sérfræðiaðstoð.

Við bjóðum þér:
✅ Trausta ráðgjöf um fjármögnun og lán.
✅ Leiðsögn í skattamálum og lagalegum atriðum
✅ Leigu- og eignaumsjón ásamt eftirfylgni eftir kaupin

Og það sem gerir okkur einstök:
Vildarklúbbur Spánarheimila. Þar bjóðum við viðskiptavinum okkar afslætti á golfi, bílaleigu, lagningu í Keflavík, flugvallaakstri, veitingastöðum og þjónustu m.a. sem gerir lífið þægilegra og ennþá ódýrara á Spáni.
Með okkur kaupir þú ekki einungis fasteign, þú færð öruggt ferli, áratuga reynslu, þjónustu í báðum löndum og heilt samfélag á Spáni sem tekur á móti þér.
➡ Langar þig að breyta til, sleppa skammdeginu og fjárfesta í betra lífi? Sólin á Spáni bíður þín. Við hjá Spánarheimili hjálpum þér alla leið.
➡ Viltu heyra meira um hvernig við getum hjálpað þér að komast í draumaeignina þína á Spáni?
➡ Bókaðu einkakynningu og við förum yfir ferlið með þér og sýnum þér hvaða eignir eru í boði, auðvitað án allra skuldbindinga.

Heimildir: Numbeo (2025), Eurostat (2024), Hagstofa Íslands (2024), INE Spánn (2025), Turismo Región de Murcia (2025)

13 nóv 2025
Messi æfir á La Finca
Messi æfir á La Finca

Þessa dagana er Messi meðal annara landsliðsmanna Argentínu að æfa á La Finca golfvallarsvæðinu sem svo margir Íslendingar þekkja vel.
Á svæðinu er meðal annars 5* hótel með frábæru æfingasvæði fyrir íþróttir og þar á meðal fótbolta en mörg félags og landslið í fótbolta hafa nýtt aðstöðuna undanfarin ár enda er hún á heimsmælikvarða.

La Finca er eitt glæsilegasta íþrótta- og golfsvæði Costa Blanca, þekkt fyrir rólegt umhverfi, fallegt landslag og aðstöðu sem höfðar bæði til atvinnumanna og áhugamanna. Golfvöllurinn, hannaður af Pepe Gancedo, státar af breiðum brautum, stórum flötum og krefjandi uppsetningu sem gerir hvern hring skemmtilegan og fjölbreyttan. Svæðið er umkringt fjallahring, olíu- og appelsínulundum sem skapa einstaka stemningu allt árið um kring.
Golfæfingaaðstaða í hæsta gæðaflokki.

Fótboltaæfingar í alþjóðlegu umhverfi.
La Finca er einnig vinsæll áfangastaður fyrir fótboltafélög og æfingahópa. Þar er að finna hágæða gervigras- og grasvelli, sem eru í stöðugri notkun hjá bæði unglingaliðum og atvinnumannaliðum sem velja La Finca fyrir æfingaferðir. Vellirnir eru vel upplýstir, viðhaldnir af fagfólki og búnir öllum helstu þægindum.
Mörg lið koma hingað yfir veturinn til að æfa í mildu loftslagi, bæta leikformið og njóta aðstöðunnar sem er sérsniðin fyrir skipulagðar æfingar, hlaupatíma og taktískar æfingar. Hópar hafa einnig aðgang að líkamsrækt, spa- og endurheimtarsvæðum sem henta vel eftir erfiða æfingadaga.

Spánarheimili bjóða upp á glæsilegt úrval fasteigna á svæðinu og kemur verðið verulega á óvart . . . 
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Phone Mail