Leiguumsjón - Aðstoð við útleigu fasteigna
Ef fasteignaeigandi vill hafa tekjur af sumarhúsi sínu á Spáni getum við tekið eignina í leiguumsjón og séð um allt sem snýr að útleigu eignar – svörun fyrirspurna, móttöku leigjanda, þrif eignar og annað utanumhald.
Innifalið í leiguumsjón er eftirfarandi:
-
Koma persónulegum munum eiganda fyrir í geymslu áður en leigjandi mætir ef þess er óskað.
-
Handhafi lykla og ábyrgðaraðili með eigninni („Keyholder“) – Lyklar eru afhendir á skriftofu okkar á Íslandi og á Spáni. Leigjendur fá einnig handbók senda með öllum helstu upplýsingum um eignina.
-
Úttekt á eign fyrir útleigu svo hún uppfylli kröfur leigjenda um aðbúnað svo og öflun útleiguleyfis frá staðaryfirvöldum ef þörf er á.
-
Innskráning eignar til leigu með myndum og lýsingu inn á leiguvefinn okkar og öll umsjón með bókununum.
-
Innskráning eignar inn á Airbnb á nokkrum tungumálaum þar sem við erum með stórnotendaaðgang og vera milliliður í öllum samskiptum við áhugasama leigjendur.
-
Eftirlit með eigninni meðan eign er í leigu.
-
Þrif á eigninni og á öllu líni milli leigutímabila – Leigjandi greiðir sérstaklega fyrir þrifin í lok leigutímabils.
-
Svara öllum fyrirspurnum leigjenda sem koma í gegnum síma eða tölvupóst um eignina samhliða því að sinna allri staðarþjónstu á Spáni gagnvart leigjendum og eign.
-
Eigandi eignar hefur beinan aðgang að bókunardagatali og tekjuflæðisyfirliti vegna leigu.