Verktakaþjónusta Verktakaþjónusta

Verktakaþjónusta

Á vegum Spánarheimila starfar hópur iðnaðarmanna og verktaka ásamt vel þekktum fyrirtækjum sem hafa staðið sig mjög vel í allri þjónustu til okkar viðskiptavina.

Samningar okkar við þessa aðila ganga meðal annars út á að allir þessir aðilar hafi viðskiptavini Spánarheimila í sínum forgang til vinnu og þjónustu. Um leið sér starfsmaður Spánarheimila um alla eftirfylgni og sinnir gæðaeftirliti á allri vinnu og upplýsir eigendur um framgang verks.

Okkar verktakaþjónusta snýr meðal annars að;

  1. Málun innan sem utandyra
  2. Garðyrkju- og sundlaugavinna
  3. Flísalögn inni sem úti
  4. Öll rafvirkjavinna
  5. Öll smíðavinna
  6. Öll pípulagningavinna
  7. Loftræstikerfi eða bæði uppsetning og hreinsun
  8. Vatnsfilterar bæði inni og úti á stofnlögn
  9. Markísur eða percólur
  10. Svala- eða stigahandríði
  11. Uppsetning öryggiskera
  12. Samsetning húsgagna
  13. Skordýraeitrun
  14. Alverktaka á standsetningu eigna
Phone Mail