Kaupendaþjónusta Spánarheimilis
Kaup á notuðum eignum
Kaupferlið á notuðum eignum á Spáni er afar frábrugðið því sem þekkist á Íslandi, í mörg horn er að líta svo kaup á eign geti gengið vel og smurt fyrir sig. Kaupendur sem ekki leita sér aðstoðar og/eða ráða hjá sérfróðum geta lent í ógöngum sem leitt geta til verulegra óþæginda, hugarangurs og óþarfa kostnaðar.
Fasteignamarkaðurinn við Miðjarðarhafið er galopinn og alþjóðlegur. Fasteignasalar af ýmsum þjóðernum starfa oft saman við sölu notaðra eigna. Oftar en ekki er það svo að seljandi velur samlanda sem sinn fasteignasala til að selja eign sína.
Eindregið er mælt með því að kaupandi velji sér sinn sérlega fasteignamiðlara til að gæta sinna hagsmuna við kaup á draumaeigninni á Spáni. Ekki síst þegar um notaða eign er að ræða svo fasteignaviðskiptin (kaup og sala) séu ekki á einni og sömu hendi því hagsmunir geta verið ólíkir. Öðruvísi er þegar um kaup á nýjum eignum í byggingu er að ræða, þar ræður annað fyrirkomulag.
Því miður er það allt of algengt að við hjá Spánarheimili fáum ákall um hjálp frá samlöndum okkar sem eru komnir í mitt kaupferli á notuðum eignum á Spáni. Þeir hafa þá talið sér trú um það í upphafi að geta gert þetta allt sjálfir og sparað sér skildinginn. Því miður er það svo að oftar en ekki eru samlandar okkar að kasta krónunni fyrir aurinn í slíkum tilvikum og lenda í dýrkeyptu öngstræti.
Spánarheimili býður öllu samlöndum sínum upp á sérstaka Kaupendaþjónustu við kaup á þeim notuðum eignum sem ekki eru á söluskrá Spánarheimilis gegn greiðslu 4.900 evra utan vsk og er þá allt neðangreint innifalið:
Viðskiptavinurinn sendir upplýsingar um þá eign sem hann hefur augastað á og er ekki á okkar söluskrá. Söluráðgjafi Spánarheimilis á Spáni skoðar eignina með viðskiptavini eða í gegnum myndsímtal til Íslands.
Söluráðgjafi Spánarheimilis, ásamt íslenskum og spænskum lögfræðingum Spánarheimilis, nálgast öll opinber gögn um eignina og upplýsa þeir viðskiptavin um ef einhverjar kvaðir eða eitthvað sem ber að varast svo sem vanskil seljanda of fleira.
Löggiltir skjalaþýðendur og túlkar Spánarheimilis yfirfæra öll gögn yfir á íslensku.
Gengið frá lögformlegu umboði hjá Sýslumanninum á Íslandi hvar lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi Spánarheimilis fá umboð til að koma fram fyrir hönd viðskiptavinar í kaupferlinu og gæta hans hagsmuna hans.
Öflun spænskra kennitalna (NIE númer) fyrir kaupendur, sem má gera að fengnu umboði.
Opnun spænsks bankareiknings. Undirritun bankareikningsgagna á skrifstofu Spánarheimilis á Íslandi eða Spáni.
Undirritun allra tilskilinna gagna á Spáni fyrir hönd viðskiptavinar en vitaskuld með vitund hans og samþykki hans.
Aðstoð við að leita tilboða í fasteignalán á Spáni ef þess er óskað.
Úttektar- og ástandsskýrsla á hinni keyptu eign þar sem óvilhallir byggingartæknifræðingar eða sambærilegir viðurkenndir aðilar taka út eignina.
Nafnabreytingar á öllum orkureikningum og öðrum reikningum vegna eignarinnar og beintenging á framtíðarreikninga í greiðsluþjónustu nýstofnaðs reiknings.
Aðgangur að eftirsöluþjónustu Spánarheimilis.
Aðgangur að leigu- og fasteignaumsjón Spánarheimilis.
Aðgangur að starfsfólki Spánarheimilis á skrifstofum fyrirtækisins á spáni og íslandi.
Aðgangur að Vildarklúbbi Spánarheimilis sem veitir aðgang til dæmis að ódýrara golfi í gegnum GIS – Golfklúbb Íslendinga á spáni www.spanargolf.is – svo og deilibílum Spánarheimilis í gegnum www.spanargolf.is
Ekki flækja málin um of. Við leggjum Spán að fótum þér og erum við símann núna í 5-585858 eða í gegnum [email protected]