Fasteignamarkaðurinn á Spáni er í alla staði gjörólíkur þeim markaði sem við þekkjum frá Íslandi.
Á Miðjarðarhafssvæðinu er urmull fasteignasala af öllum stærðum og gerðum og af öllum þjóðernum. En færri vita það að þrátt fyrir samkeppni þá vinna flestir fasteignasalar í sameiginlegum gagnagrunni fasteignasala á svæðinu sem þýðir að það er nóg að setja Spánareignina til sölumeðferðar hjá einum fasteignasala þar sem hún er þá um leið aðgengileg til kaupa hjá viðskiptavinum annarra fasteignasala.
Það er eindregið mælt með því að seljandi Spánareignarinnar velji sér sinn sérlega fasteignamiðlara til að gæta sinna hagsmuna við sölu á sinni eign og það er alveg óþarfi að setja eignina til sölu á mörgum fasteignasölum þar sem þeir vinna allir saman að því að selja fasteignina.
Spánarheimili er hluti af þessu neti fasteignasala en þegar eign er sett í sölu hjá
Spánarheimili þá er ferlið eftirfarandi;
-
Eign er ljósmynduð af fasteignaljósmyndara og útbúið er kynningarmyndband um eignina.
-
Allar myndir og kynningarefni um eignina eru sendar á um 600 fasteignasala á svæðinu og þeim boðið að selja eignina með Spánarheimili.
-
Eignin er auglýst til sölu hjá Spánarheimili gagnvart Íslenska markaðnum svo og á erlendum fasteigna leitarsíðum sem svipar til fasteignir.is á Íslandi.
-
Sami söluráðgjafi Spánarheimila verður ávalt tengiliður við eigendur og verður og sá aðili sem mun ávalt mæta til að sýna eignina þegar aðrir samstarfs fasteignasalar vilja sýna sínum viðskiptavinum eignina.
-
Þó eignin verði seld til erlends viðskiptavinar í gegnum samstarfssölu Spánarheimili þá þarf eigandi eignar ekki að greiða neitt aukalega. Umsamin söluprósenta við Spánarheimili skiptist á milli fasteignasala seljanda og kaupanda.
-
Ef þú ert í söluhugleiðingum er algjörlega óþarfi að setja eignina til sölumeðferðar á marga staði.