Blogg og Blogg og

Blogg og

fréttir

13 nóv 2025
Messi æfir á La Finca
Messi æfir á La Finca

Þessa dagana er Messi meðal annara landsliðsmanna Argentínu að æfa á La Finca golfvallarsvæðinu sem svo margir Íslendingar þekkja vel.
Á svæðinu er meðal annars 5* hótel með frábæru æfingasvæði fyrir íþróttir og þar á meðal fótbolta en mörg félags og landslið í fótbolta hafa nýtt aðstöðuna undanfarin ár enda er hún á heimsmælikvarða.

La Finca er eitt glæsilegasta íþrótta- og golfsvæði Costa Blanca, þekkt fyrir rólegt umhverfi, fallegt landslag og aðstöðu sem höfðar bæði til atvinnumanna og áhugamanna. Golfvöllurinn, hannaður af Pepe Gancedo, státar af breiðum brautum, stórum flötum og krefjandi uppsetningu sem gerir hvern hring skemmtilegan og fjölbreyttan. Svæðið er umkringt fjallahring, olíu- og appelsínulundum sem skapa einstaka stemningu allt árið um kring.
Golfæfingaaðstaða í hæsta gæðaflokki.

Fótboltaæfingar í alþjóðlegu umhverfi.
La Finca er einnig vinsæll áfangastaður fyrir fótboltafélög og æfingahópa. Þar er að finna hágæða gervigras- og grasvelli, sem eru í stöðugri notkun hjá bæði unglingaliðum og atvinnumannaliðum sem velja La Finca fyrir æfingaferðir. Vellirnir eru vel upplýstir, viðhaldnir af fagfólki og búnir öllum helstu þægindum.
Mörg lið koma hingað yfir veturinn til að æfa í mildu loftslagi, bæta leikformið og njóta aðstöðunnar sem er sérsniðin fyrir skipulagðar æfingar, hlaupatíma og taktískar æfingar. Hópar hafa einnig aðgang að líkamsrækt, spa- og endurheimtarsvæðum sem henta vel eftir erfiða æfingadaga.

Spánarheimili bjóða upp á glæsilegt úrval fasteigna á svæðinu og kemur verðið verulega á óvart . . . 
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

16 júl 2025
Fasteignamarkaðurinn í Murcia-héraði er að taka risastökk
Fasteignamarkaðurinn í Murcia-héraði er að taka risastökk

Fasteignamarkaðurinn í Murcia- héraði er að taka risastökk - sala jókst um 57,4% á milli maí 2024 og maí 2025.

Murcia, Spáni – 16. júlí 2025.
Fasteignaviðskipti hafa aukist verulega á Murcia-svæðinu en sala fasteigna jókst um heil 57,4% í maí 2025 samanborið við sama mánuð árið áður.
Þetta bendir enn og aftur til mikils trausts kaupenda og sívaxandi eftirspurnar eftir fasteignum á Murcia-svæðinu.

Þessi mikla aukning endurspeglar líflegan markað, knúinn áfram af mjög samkeppnishæfu fasteignaverði, endurnýjuðum áhuga erlendra fjárfesta og áframhaldandi aðdráttarafli Murcia héraðs sem áfangastaðar með háum lífsgæðum. Eignir til fastrar búsetu hafa einnig aukist um 23,1% og það virðist sem vaxandi fjöldi fasteignakaupenda velji Murcia-héraðið sem heimili sitt.

Starfsmenn hjá Spánarheimilum greina frá vaxandi áhuga Íslenskra kaupenda á svæðinu, sérstaklega í kringum Los Alcazares / La Serena þar sem fólk laðast helst að yfir 320 sólardögum á ári, fallegum ströndum og mun lægri framfærslukostnaði miðað við önnur svæði við Miðjarðarhafið. Þess má að auki geta að yfir 20, 18 holu golfvellir eru í innan 30 mínutna akstursfjarlægðar við Los Alcazares og má þá líka geta að Íslenska landssliðið í golfi hefur sínar æfingabúðir í Haciendo De Alamo, sjá nánar hér: https://spanarheimili.is/golf....

Í stuttu máli - lykilatriði:

-57,4% aukning í fasteignaviðskiptum í maí 2025 samanborið við maí 2024.
-Mikil eftirspurn eftir heilsárseignum sem og fjárfestingareignum.
-Sérstakur áhugi á svæðum eins og San Pedro del Pinatar, Los Alcázares, San Javier og Lo Pagan.

„Þetta er ekki bara tala – þetta sýnir að markaðurinn hér í Murcia er fullur af lífi og tækifærum,“ segir Daði Agnarsson, fasteignasali hjá Spánarheimilum. 
„Fólk er að sjá að Murcia-héraðið býður upp á einstaka blöndu af góðu verði, menningu og síðast en ekki síst, auknum lífsgæðum á enn betra verði.“

Með nýjum þróunarverkefnum og bættum innviðum heldur Murcia áfram að styrkja stöðu sína sem eitt spennandi fasteignasvæði Spánar árið 2025 og síðar.

Heimildir að hluta: https://www.ine.es/dyngs/INEba...

6 júl 2025
Við mælum með
Við mælum með "Los Alcazares"

Velkomin til Los Alcázares, draumastaðar við Mar Menor lónið.

Los Alcázares er heillandi strandbær á suðausturströnd Spánar, við hið einstaka Mar Menor, stærsta saltvatnslón Evrópu. Bærinn hefur í gegnum árin þróast úr sögufrægu fiskimannaþorpi í vinsælan áfangastað fyrir ferðafólk og fasteignakaupendur sem leita að sól, sjó og afslöppuðu lífsstíl allan ársins hring.

Með yfir 320 sólríka daga á ári og mildu loftslagi er þetta hinn fullkomni staður fyrir þá sem vilja njóta útivistar, stranda og golfiðkunar.

Los Alcázares státar af löngum, gullnum sandströndum sem liggja meðfram Mar Menor. Lónið er sérstaklega öruggt og vinsælt meðal barnafjölskyldna og vatnaíþróttaunnenda.

Stutt er í Murcia International Airport (Corvera) 20 mín og Alicante-flugvöll, 50 mín. Bærinn er vel tengdur með hraðbrautum og er nálægt vinsælum borgum eins og Cartagena og Murcia.

Svæðið er þekkt fyrir glæsilega golfvelli, þar á meðal La Serena Golf og Roda Golf, auk fjölbreyttrar veitingahúsamenningar og lifandi markaða.

Íbúar Los Alcázares njóta rólegs, vinalegs samfélags þar sem hægt er að rölta meðfram strandgöngustígnum, njóta tapas á strandveitingastöðunum eða taka þátt í fjölmörgum viðburðum sem skipulagðir eru allt árið um kring. Svæðið er líka vinsælt meðal norrænna íbúa sem mynda sterka og samheldna alþjóðlega samfélag.

Við viljum líka benda sérstaklega á La Serena Golf svæðið en þar stendur yfir mikil og hröð uppbygging blandaðrar byggðar sbr. einbýli, rað og parhús og lokaðir íbúðarkjarnar með sameiginlegum sundlugasvæðum ofl. Eignir eru á hagstæðum verðum á svæðinu og tilvalið að fjárfesta í draumaeigninni við La Serena Golf.

Í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Los Alcázares stendur Cartagena, ein merkasta og sögufrægasta borg Spánar. Borgin á sér meira en 2.500 ára sögu og hefur verið mikilvæg hafnarborg allt frá tímum Rómverja. Cartagena býður upp á einstaka blöndu af fornri arfleifð og nútímalegu borgarlífi. Þar má finna stórkostlegt rómverskt leikhús, söguslóðir, verslanir, veitingastaði og líflega höfn með skemmtiferðaskipum og kaffihúsum. Í Cartagena er ein stæðsta verlsunarmiðstöð Murcia héraðs, Espacio Mediterráneo en þar má finna allar vinsælustu verslanirnar eins og El Corte Ingles, Primark ofl. ofl. ásamt glæsilegu úrvali veitingastaða.

Að keyra til Cartagena frá Los Alcazares tekur ekki nema um 18 mínutur og er borgin því fullkominn áfangastaður fyrir dagstúra, verslunarferðir, menningarferðir eða einfaldlega til að njóta þess besta sem Murcia-héraðið hefur upp á að bjóða.

28 jún 2025
Við mælum með bænum
Við mælum með bænum "Gran Alacant"

Gran Alacant er bær sem hefur byggst upp hratt undanfarin ár og er að mörgum talinn sameina það besta á Costa Blanca í dag sbr. mjög stutt til Alicante og flugvallar ásamt því að vera stutt frá mörgum fallegustu ströndum Costa Blanca, Carabassi og Playa de Elche. 

Bærinn er byggður upp á um 24 hverfum en hann er staðsettur mitt á milli Alicante borgar og Santa Pola.


Í næsta nágrenni Gran Alacant finnur þú frábær útivistarsvæði, furuskóga og hjólaleiðir. Bærinn hefur rólegt yfirbragð yfir sér en staðurinn er mjög öruggur og barnvænn. Strendurnar eru að sama skapi fjölbreyttar og stutt er að keyra að vitanum, Faro de Santa Pola sem skagar yfir ströndina með ógleymanlegu útsýni yfir miðjarahafið og út í eyjuna Tabarca. 

Örstutt er líka í skemmtigarðinn, Pola Park.


Um 14.000 manns hafa fasta búsetu í Gran Alacant en þessi tala getur tvö og jafnvel þrefaldast yfir sumarmánuðina. 

Alla fimmtudaga er götumarkaður þar sem hægt er að kaupa allt frá ávöxtum upp í raftæki. 

Í miðjum bænum er meðal annars fjölbreyttur verslunarkjarni þar sem þú finnur úrval verslana, veitingastaða, þjónustufyrirtækja og hótel. 


Og að lokum má nefna að staðsetning Gran Alacant hefur slegið í gegn. Það tekur innan við 10 mínutur að fara frá alþjóðaflugvellinum í Alicante til Gran Alacant og innan við 20 mínutur að keyra í miðbæ Alicante borgar.


Gran Alacant - rólegt og öruggt en stutt í allt.


Phone Mail