Spánarheimili kynnir: Einstakt einbýli aðeins 20 metra frá La Mata ströndinni.
Húsið sem er á einni hæð auk sérrýmis á efri hæð og þaksvölum er einungis um 20 metrum frá La Mata ströndinni sem er ein fallegasta ströndin á Costa Blanca svæðinu enda merkt "bláa fánanum".
Húsið er að nokkru leiti endurnýjað sbr. skápar, gluggar og efra einkarými en efra rými er ekki inní fm. tölu. Húsið samanstendur af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Aflokað eldhús með útgangi út í garð, opin stofa og borðstofa. Góður bílskúr er einnig sambyggður húsinu. Gróin 260 fm garður með möguleika á að útbúa einkasundlaug. Húsgögn og heimilistæki fylgja. Öll þjónusta er svo sannanlega í göngufæri eins og fjöldi veitingastaða, kaffihús, verslanir, apótek og heilsugæslustöð. Hér er um að ræða einstakt tækifæri á að eignast einbýli "á ströndinni" en slíkum eignum fer hratt fækkandi á markaðinum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is