Spánarheimili kynnir:
Til sölu nýjar og spennandi eignir í Torrevieja.
Um er að ræða einbýlishús sem koma með einkasundlaug, þaksvölum og einkabílastæði og geymslu í bílakjallara.
Þessi einbýlishúsa kjarni er í framkvæmdum og samanstendur af 15 eignum og er staðsettur við La Mata Torrevieja. Stutt er í næstu þjónustur og veitingastaði á svæðinu ásamt fallegu ströndum La Mata og Habaneras verslunarmiðstöðina.
Nýjasta uppbyggingasvæði á Torrevieja er staðsett þar við hliðina og á næstu árum verður byggt stórt og mikið hverfi.
Hér er um að ræða einbýlishús sem verða 141 m2 og hver eign er með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi, hannaðar í nútímalegum stíl með opnu plani þar sem eldhúsi og stofa er í opnu rými og frá stofu verður aðgengi út á verönd. Hægt er að fá eignir sem snúa bæði í vestur og austur átt.
Verð frá 555.000€ - 645.000€
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.