Spánarheimili kynnir: Kjarninn samanstendur af fjórum einbýlishúsum, staðsettum í miðbæ San Pedro del Pinatar. Aðeins í um fimm mínútna göngu frá ströndinni. Hér sameinast hefðbundinn miðjarðarhafsstíll og nútímaleg, hagnýt innanhússhönnun í rólegu og vel tengdu íbúðarhverfi. Þrjú svefnherbrgi, opið og bjart alrými, einkasundlaug og bílskúr.
Hver eign stendur á 500 m² einkalóð og er skipulögð með þægindi daglegs lífs í huga: þrjú svefnherbergi, öll með sérbaðherbergi, opið innra rými með góðri birtu og eldhúsi í hæsta gæðaflokki sem tengist stofu og borðstofu. Að utan er haldið í miðjarðarhafsútlit, á meðan innanhúss hönnunin einkennist af hreinum línum, nútímalegu efnisvali og björtu og hagnýtu rými.
Villurnar bjóða upp á einkasundlaug, rúmgóðar verandir sem hannaðar eru með útivist í huga, sér þvottahús, Baðherbergi utandyra og einkabílskúr. Allt er hannað með það að markmiði að bjóða upp á þægindi, næði og afslappaðan lífsstíl. Villurnar eru staðsettar stutt frá sjónum og öllum nauðsynlegum þjónustum: svo sem veitingastöðum, verslunum, kaffihúsum og afþreyingu.
Verð frá 809.950 € upp í 839.950 €
Um svæðið:
San Pedro del Pinatar er heillandi sveitarfélag á Costa Cálida, frægt fyrir strendur sínar með rólegu vatni Mar Menor og náttúrulegt umhverfi þess, eins og Salinas svæðisgarðinn. Auk náttúrufegurðar býður svæðið upp á frábær lífsgæði með allri nauðsynlegri þjónustu eins og skólum, heilsugæslustöðvum, matvöruverslunum og fjölbreyttu úrvali veitinga- og verslana. Bærinn er líka tilvalinn fyrir golfunnendur, með nokkra gæðavelli í nágrenninu, og hefur góðar tengingar við nærliggjandi borgir eins og Cartagena og Murcia, sem og flugvöllinn í Murcia.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is