Spanarheimili kynnir :
Fallegt einbýli staðsett í rólegu íbúðarhverfi í Punta Prima aðeins 300m frá ströndinni, 1,5km frá Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni, 3km frá Villamartin golfvellinum og 3km frá borginni Torrevieja, sem sagt all í þægilegum fjarlægum.
Húsið sjálft er um 163 fermetrar, á 2 hæðum. Eignin er með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Stór stofa (með arni) og aðskilin borðstofa-eldhús. Framan af er 40 m2 verönd en eignin er staðsett í risastórum vel hirtum garði (1.000 m2) með sundlaug.
Húsið var byggt á 9. áratugnum og hefur verið endurbætt í gegnum árin.
Hér er um að ræða góða eign á frábærum stað á Costa Blanca svæðinu
Verð € 804.995