Spánarheimili kynnir: Nýjan íbúðarkjarna í hinum skemmtilega bæ Los ALcázares. Íbúðin er staðsett í fallegu umhverfi nálægt La Serena Golf vellinum. Um er að ræða íbúð með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, opið skipulag þar sem eldhús og stofa renna saman í eitt rými með útgengi út á rúmlega 87m² svalir þar sem hægt er að njóta sólarblíðunnar og útsýnisins.
Íbúðarkjarninn býður upp á sameiginlega sundlaug og sameiginleg svæði til afnota fyrir íbúana, auk bílastæðis og geymslu sem eru innifalin í verði.
Verð 439.000 €.
Einnig er hægt að fá íbúðina fullbúna með húsgögnum og helstu búnaði fyrir 17.500 € til viðbótar.
Um svæðið:
Los Alcázares er strandbær við Mar Menor, með sjö kílómetra strönd frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón sem spannar 128 ferkílómetra, og vatnið er um 5 gráðum heitara en Miðjarðarhafið. Áhugavert er að svæðið er enn relatívt óþekkt og oft nefnt eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendur í nágrenni eru tengdar með frábærum gönguleiðum, og þær eru fullbúnaðar með sturtum, drykkjarbrunnum og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Einnig er boðið upp á vatnaíþróttir og strandleiki.
Landslagið í kringum Los Alcázares er frekar slétt, sem gerir svæðið tilvalið fyrir hjólreiðar og íþróttir eins og golf. Svæðið státar af tveimur úrvals golfvöllum, La Serena Golf og Roda Golf. Mikið úrval fasteigna, allt frá íbúðum til stórra einbýlishúsa, og allar eignir eru í nálægð við strönd, golf og vandaða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is