Spánarheimili kynnir: Nútímalegt einbýlishús, fullkomið fyrir þá sem leita að rúmgóðu rými, þægindum og einstökum lífsstíl á Costa Blanca. Heildar fermetra fjöldi er yfir 320 m². Eigning sameinar opna fleti, náttúrule ljós og hágæða frágang.
Á aðalhæðinni, sem er 156 m², finnur þú 3 svefnherbergi, 2 fullbúin baðherbergi, 1 gestasalerni, glæsilega stofu og borðstofu með innbyggðu eldhúsi. Á veröndinni er að auki, hagnýtt sumar eldhús – fullkomið til að njóta máltíða utandyra.
Þaksvalir, 101 m², bjóða upp á stórkostlegt rými til afslöppunar með sumar eldhúsi, baðherbergi og geymslu – tilvalið til að njóta sólarinnar allt árið um kring.
Kjallarinn er 164,30 m², og er kjörinn til að aðlaga að þínum þörfum: líkamsrækt, kvikmyndasal, afþreyingarsvæði eða jafnvel auka svefnherbergi. Þar er einnig þvottahús, tæknirými og þrír „enskir garðar“ sem veita náttúrulegt ljós inn í rýmið.
Húsið er með sína eigin einkasundlaug, umkringda sólríkum veröndum og svæðum hönnuðum fyrir hámarks þægindi.
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði með stærstu gervilóni Evrópu. Svæðið er í mikilli þróun, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um 20 mínútna akstur frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri og þar finnur þú úrval veitingastaða, stórmarkaði og alla þá þjónustu sem þú getur hugsað þér.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérstaklega hannað til að íbúar geti notið og slakað á. Þar er að finna víðáttumikil græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að stunda ýmsa íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Stígar til hlaup- og hjólreiða liggja um allt svæðið og það er tilvalið til að njóta lautarferða og grillveisla með allri fjölskyldunni. Að lokum, en ekki síst, er þar að finna tært og fallegt lónið þar sem hægt er að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttir, auk félagsheimilis með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is