Þetta glæsilega penthouse í Calpe býður upp á stórbrotið útsýni yfir Miðjarðarhafið, staðsett aðeins í stuttri göngufjarlægð frá fallegu Playa del Arenal ströndinni sameinar íbúðin bæði nútímalegan glæsileika og hámarksþægindi á einum eftirsóttasta stað Costa Blanca.
Íbúðin býður upp á rúmgott og bjart opið rými sem tengist stórri verönd .Opna skipulagið gerir rýmið fullkomiö með stórum gluggum sem fylla íbúðina með náttúrulegu ljósi. Eignin býður upp á þrjú vel skipulögð svefnherbergi, þar af eitt hjónaherbergi með sérbaðherbergi, á meðan hin tvö deila fallega hönnuðu baðherbergi.
Einn stærsti kosturinn við þessa íbúð er einkaþaksvalir með einkasundlauginni – fullkominn staður til að slaka á og njóta óviðjafnanlegs sjávarútsýnis. Íbúðin er búin hágæða innréttingum og þægindum, þar á meðal loftkælingu og fullbúið nútímalegt eldhús.
Íbúar byggingarinnar njóta einnig sameiginlegra aðstöðu, þar á meðal stór sameiginleg sundlaug, líkamsrækt og tennisvellir. Tvö einkastæði í bílageymslu og sérgeymsla.
Þessi fallega þakíbúð er staðsett í líflegu bænum Calpe, í næsta nágrenni við fjölbreytt úrval veitingastaða, verslana og afþreyingar. Hvort sem um er að ræða fasta búsetu, orlofseign eða fjárfestingartækifæri, þá sameinar þessi frábæra eign lúxus, staðsetningu og einstakan lífsstíl.