Glæsileg villa á La Finca í byggingu. Stutt er í flesta þjónustu og í La Finca Golf völlinn. Stutt er að keyra í verslunarmiðstöðina Habaneras þar sem er mikið um búðir og veitingastaði.
Þessi villa er byggð á 465 m2 lóð þar sem er einkasundlaug, stór garður og bílskúr í kjallara. Húsið er byggt á tveimur hæðum með 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi og stærðar kjallara sem er 196 m2. Herbergin eru öll rúmgóð og eru með innbyggða fataskápa. Eitt svefnherbergjanna er master svíta og er með stærðar fataherbergi með einka baðherbergi. Eldhúsið er nútímalegt með nóg af skápaplássi og er opið til stofu / borðstofu. Frá stofu er gengið út á verönd sem fær nóg af sól allt árið og þar er infinity sundlaug.
Innifalið í verði er fullkláraður kjallari sem er einnig með sér bílskúr fyrir 2 bíla, loftkæling, speglar og sturtugler inni á baðherbergjum.