Spánarheimili kynnir: Falleg tveggja hæða 118,25fm einbýlishús staðsettar á Roda Golf. Hver eign býður upp á þrjú rúmgóð svefnherbergi og þrjú fullbúin baðherbergi – tilvalin bæði sem heilsársbúseta og sem sumarfrístund. Húsin hönnuð með það í huga að nýta hvern fermetra til fulls, með björtum og vel skipulögðum rýmum.
Villurnar eru á 187 m² lóðum og bjóða upp á rúmgóða einkagarða á bilinu 100 m² til 140 m². Þar að auki fylgir einkasundlaug, bílastæði innan lóðar og 30 m² sólskáli (þaksvalir) þar sem hægt er að slaka á og njóta hlýja Miðjarðarhafsloftsins.
Um svæðið:
Los Alcázares er baðstaður við strendur Mar Menor, með sjö kílómetra strandlengju, frá Los Narejos að Punta Brava. Mar Menor er 128 ferkílómetra stórt saltvatnslón, með vatn sem er að meðaltali 5 gráðum heitara en Miðjarðarhafið. Ótrúlegt en satt – svæðið er enn fremur lítið þekkt og er talið eitt af best geymdu leyndarmálum Spánar.
Allar strendurnar eru tengdar saman með frábærum gönguleiðum og eru vel útbúnar með sturtum, vatnsbrunnum og aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun. Einnig er hægt að stunda ýmsar vatnaíþróttir og strandleiki.
Landslagið í kringum Los Alcázares er fremur slétt, sem gerir svæðið að frábærum stað fyrir hjólreiðafólk og aðra íþróttaiðkendur, svo sem kylfinga. Tveir frábærar golfvellir eru í nágrenninu: La Serena Golf og Roda Golf.
Mikið úrval nýrra fasteigna er í boði á svæðinu, allt frá íbúðum til stórra einbýlishúsa – en allar eignir eru staðsettar nálægt ströndinni, golfi og góðri þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is