Spanarheimili kynnir: Flott einbýli í Pilar de la Horadada, staðsett hjá Lo Romero golfvellinum.
Þetta flotta hús er á einni hæð með þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Eignin er með gott eldhús sem er opið til stofu og borðstofu og úr stofunni er gengið út á stóra verönd með einkasundlaug. Einnig er innkeyrsla fyrir bíl ásamt geymslu og þvottahúsi. Með eigninni fylgir innbyggt aircon, ljós og öll hefðbundin eldhústæki skv. lista frá byggingaraðila sem liggur fyrir hjá sölumanni.
Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu Spánarheimilis og eða í sima +354 5585858