Spánarheimili kynnir: Í endursölu algjörlega einstaka glæsi lúxusíbúð í einum af þekktustu skýjakljúfunum á Benidorm á 39. hæð.
Eignin er með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Opið eldhús sem tengist setustofu þar sem útgengt er á suður svalir með ólýsanlega tilkomumiklu útsýni yfir Benidorm og miðjarahafið. Þetta er sannanlega lúxuseign og ber allt þess merki, sbr. Miele tæki í eldhúsi, marmari á veggjum og fallegt innbú sem fylgir með. Íbúðin er á tveimur hæðum.
Sameiginleg aðstaða er eins og vænta má í svona lúxuskjarna stórglæsileg og má þar helst nefna, saunu, padlevelli, tennisvelli, líkamsrækt, leikherbergi og glæsileg sundlaugar og sólbaðssvæði. Hraðlyfta er í eigninni og fylgir stæði í lokuðum bílakjallara.
Auka einkasvæði er á efstu hæð sem er yfir 70m2 sem hægt er að breyta í leikjaherbergi, bíósal.
Nánar um svæðið:
Borgin Benidorm er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar, staðsett í Valencia-héraði og telst höfuðborg Costa Blanca svæðisins. Benidorm er almennt kölluð "Manhattan Spánar" enda byggð hágæða hótelum og skýjakljúfum. Í Benidorm má finna margar af hæstu byggingum Spánar og fasteignaúrvalið er afar fjölbreytt. Hvort sem um fjárfestingu eða afslöppun er að ræða er öruggt að Benidorm tekur sérstaklega vel á móti öllum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is