Spánarheimili kynnir:
Sérlega falleg einbýlishús á tveimur hæðum sem snúa í suður. Um er að ræða hús með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, opnu eldhúsi og stofu / setustofu með útgengi út í glæsilegan garð. Eignirnar eru til afhendingar í mars 2026.
Garðurinn er stór og fylgir 6x3 m sundlaug og um 34m2 þaksvalir með góðu útsýni yfir Lo Marabú svæðið og La Mata saltvötnin.
Einkabílastæði innan lóðar og fylgja öll eldhústæki í verði.
Vinsamlega athugið að öll tæki í eldhús fylgja og húsgögn / raftæki líka !
Innifalið:
Ofn, örbylgjuofn, ísskápur með frysti, innfeld uppþvottavél, helluborð, háfur, aircon (heitt og kalt) og þvottavél.
Rafmagnshlerar fyrir glugga, lýsing, Smart TV (flatskjár), kaffivél, ketill, hárblásari, straujárn, strauborð, þurrkgrind ofl. ofl.
Að okkar mati falleg og klassísk einbýlishús byggð af vönduðum byggingaraðila.
Verð frá 555.000 evrur til 590.000 evrur + 12-14% kostnaður & gjöld.
Nánar um svæðið:
Ciudad Quesada – er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca ströndinni við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða.