Spánarheimili kynnir: VISTA AZUL XXXV er ný samstæða af 6 nútímalegum, glæsilegum einbýlishúsum með 128 m2 á 303 m2 lóðum með einkasundlaug í fyrstu línu við Lo Romero golfvöllinn í Pilar de la Horadada. Einbýlishúsin eru á tveimur hæðum með þaksvölum og einkasundlaug. Þú kemur inn á jarðhæð með rúmgóðri stofu, eldhúsi, stóru svefnherbergi og fullbúnu baðherbergi. Á fyrstu hæð eru 2 stór svefnherbergi með sér baðherbergjum og svo koma þaksvalirnar þar sem hægt er að gera frábært útieldhús. Vista Azul xxxv er draumur golfarans með óviðjafnanlegu útsýni yfir golfvöllinn geturðu notið sólar og golfað allt árið í kring. Í nokkurra kílómetra fjarlægð eru sandstrendur Higuericas í Torre de la Horadada. Afhendingartími júlí 2025. Verð - frá 519.900 evrur. Um svæðið: Pilar de la Horadada er bær staðsettur í suðurhluta Costa Blanca með stórkostlegum ströndum og allri þjónustu í kring, matvöruverslunum, verslunarmiðstöðvum, golfvöllum og aðeins 40 mínútur frá Alicante alþjóðaflugvellinum. Lo Romero golfvöllurinn er að mörgum talin einn skemmtilegasti völlurinn á svæðinu.