Spanarheimili kynnir:
Þetta fallega einbýlishús á einni hæð er staðsett í íbúðahverfi við La Serena golfvöllinn, í útjaðri Los Alcázares. Þessi vinsæli bær er þekktur fyrir afslappað andrúmsloft, ekta miðjarðarhafsstemningu og fallegar strendur Mar Menor.
Um er að ræða síðustu eignina af gerðinni Santorini, sem býður upp á 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi, með einkasundlaug og suðurátt. Húsin einkennast af bogadregnum línum sem undirstrika miðjarðarhafsútlit þeirra. Hægt er að bæta við sólarverönd fyrir 20.000 €, sem innifelur stiga og geymslu.
Afhending er áætluð í desember 2026.
Þorpið býður upp á alla nauðsynlega þjónustu og er í nálægð við nokkra glæsilega golfvelli.
Verð: 499.900 €
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is