FASI 2 Uppseldur // Fasi 3 komin í sölu Santorini.
Falleg og vönduð einbýli á einni hæð í byggingu við La Serena golfvöllinn í útjaðri bæjarins Los Alcázares. Bærinn er rómaður fyrir afslappað andrúmsloft, sanna miðjarahafs stemningu og hinar fögru strendur við Mar Menor lónið.
Í bænum er öll þjónusta til staðar og stutt er á fjölda glæsilegra golfvalla.
Um er að ræða vandaðar eignir með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum í kjarna með 23 einbýlishúsum sem öll eru með einkasundlaug og snúa í suður. Ávalar línur einkenna þessi hús til að undirstrika áherslur miðjarahafsins. Húsin eru stílhrein með mikið notagildi og er hvert rými hannað með þægindi í huga. Hægt er að bæta við þaksvölum gegn auka gjaldi.
Eignirnar verða tilbúnar til afhendingar mars 2025 til loka árs 2025.
Verð frá 379.000€
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is