Markaðsvirði eignar
Kr29.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Kominn er í sölu næsti áfangi af íbúðum í Valentino Golf III í Villamartin hverfinu á Torreviejasvæðinu. Þegar er búið að byggja upp á síðustu 4 árum samnefnda kjarna nr. I og II og þetta er fjórða blokkin í kjarna nr. III. Nokkrar íbúðir eru jafnframt eftir óseldar í blokk 3. Þetta eru mjög vinsælar íbúðir enda staðsetningin frábær í grónu eldra hverfi í kring og ekki nema um 10 til 15 mínútna rölt í Villamartin Plaza þjónustukjarnann þar sem finna má úrval veitingastaða, bari, apótek, banka, matvörubúð o.fl.
Villamartin golfvöllurinn liggur við hliðina á þessum íbúðakjarna og liggur 2. og 3. brautin rétt fyrir neðan og ekki er nema um 15 mínútna rölt á fyrsta teig.
Valentino Golf III kjarninn er glæsilegur í alla staði og íbúðirnar vel hannaðar en þær eru á bilinu 75 fm til 132 fm að stærð og fylgir hverri íbúð merkt bílastæði á lóð. Kjarninn er aflokaður og með vandaðri sameign þar sem finna má sundlaug, leiktæki fyrir börnin, líkamsræktartæki og boccia brautir.
Í boði eru íbúðir á jarðhæð - 1.hæð - 2.hæð og 3. hæð sem eru þá penthouse íbúðir með einkaþaksvölum og góðu útsýni. Penthouse íbúðir eru með 3 svefnherbergjum en aðrar íbúðir með 2 svefnherbergjum. Allar íbúðir eru með 2 baðherbergjum en annað baðherbergið er inn af hjónaherberginu.
Verð íbúða er frá 204.000 evrum eða 30,3 millj. og upp í 365.000 evrur eða 54,5 millj.
Penthouse íbúðirnar eru með einkaþaksvölum og sumar íbúðir á jarðhæð eru með einkasundlaug.
Íbúðir í blokk 3 verða tilbúnar til afhendingar í febrúar 2024.
Íbúðir í blokk 4 verða tilbúnar til afhendingar í júní 2024.
Innifalið í verði er ljósa- og húsgagnapakki.
***Festu þér draumeignina með staðfestingargjaldi - frábær fjárfesting***
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is