Markaðsvirði eignar
Kr50.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Frábært tækifæri fyrir handlægna að standsetja og eftir atvikum að endurbyggja tvíbýlishús í Villa Martin sem er á 1.700 fm lóð. Lóðin er staðsett á góðum stað í Villa Martin hverfinu á Orihuela Costa svæðinu eða nánar tiltekið í Las Filipinas íbúðarhverfinu.
Hvor íbúð er 156 m2 að stærð og í hvorri íbúð eru 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi og stórt aflokað eldhús ásamt tveimur rúmgóðum setustofum með arni. Einnig eru 150 m2 þaksvalir (solarium) en húsið stendur mjög hátt á svæðinu og er gott útsýni yfir Campoamor golfvöllinn og niður að miðjarðarhafinu.
Það er mjög stutt í almenna þjónustu, veitingastaði, golfvelli, strendur og fleiri afþreyingar svo ekki sé nú minnst á La Zenia verslunarmiðstöðina.
Ásett verð er 330.000 evrur
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og [email protected]
Nánar um svæðið:
Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina. Framboðið er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær ströndu eða í grennd við golfvöll – allir ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi.