Markaðsvirði eignar
Kr59.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Verulega flott einbýli á stórri hornlóð í hinu eftirsótta Los Dolses hverfi í Villamartín. Flest er í göngufjarlægð, veitingastaðir, öll þjónusta og stutt er í næstu strendur á Orihuela Costa svæðinu.
Húsið sem hefur verið vandlega endurnýjað að stórum hluta án þess að missa miðjarahafs sjarmann er á tveimur hæðum, 3 svefnherbergja og 2 baðherbergja og er um 136 fm en að auki er kjallari undir húsinu sem er 70 fm. Á jarðhæð er mjög stór stofa / borðstofa og opið og nýlegt eldhús sem er búið gæðatækjum. Salerni er á hæðinni. Útgengi út á ótrúlegt útisvæði sem er heimur út af fyrir sig. Á efri hæð eru 3 stór svefnherbergi með skápum, baðherbergi með nuddbaðkari og svalir.
Garðurinn og útisvæðið er svo sannanlega rúsínan í pylsuendanum. Það er einstakt með nútímalegum útibar og pizzaofni, yfirbyggðu chill svæði, led lýsingu og stórri sundlaug sem er 8x4 m. Svæðinu er skipt upp að hluta með flísum og svo gervigrasi.
Stór hluti innbús fylgir með í kaupunum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 558 5858 og info@spanarheimili.is