Markaðsvirði eignar
Kr39.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Stórglæsilegar eignir í nýjum kjarna nokkrum metrum frá ströndinni í Lo Pagán sem er snyrtilegur og rólegur bær hjá San Pedro del Pinatar í Murcia héraðinu, þar sem stutt er að nálgast næstu hversdags þjónustu og veitingastaði. Einnig er verslunarmiðstöðin Dos Mares í 10 mínútna akstursfjarlægð frá eigninni.
Um er að ræða 12 eignir í þessari glæsilegu nýbyggingu með flottum sameiginlegum garð með sundlaug. Kjarnin skiptist í íbúðir á jarðhæð og þakíbúðir. Það er kynningartilboð í gangi í takmarkaðan tíma, þar sem húsgagnapakki og bílastæði í bílakjallara fylgir með kaupum eigna.
Íbúðirnar á jarðhæð koma með flottri verönd að framan sem eru ca. 10 - 16 m2 og verönd að aftan sem eru ca. 16 m2. Íbúðirnar eru allar 63 m2 með tveim rúmgóðum svefnherbergjum, hjónaherbergið kemur með einkabaðherbergi og er svo annað fjölskyldu baðherbergi. Það er flott fullbúið eldhús sem er opið til borðstofu og stofu sem er rúmgóð og með stórri rennihurð með aðgengi út á fremri verönd.
Það fylgir loftkæling með hverri eign og gólfhiti inn á baðherbergjunum. Eldhúsið er fullbúið með ofn, helluborði, háf, uppþvottavél og örbylgjuofn.
Hægt er að kaupa auka geymslupláss.
Einungis ein íbúð er eftir og verð er 269.950€
Tilbúin til afhendingar í lok sumars 2023.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is