Markaðsvirði eignar
Kr213.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Einstök hágæða íbúð staðsett í fyrstu línu við Miðjarðarhafið í Altea sem er fallegur bær á frábærum stað á Costa Blanca ströndinni norður af Alicante borg. Altea býður upp á allt sem þarf, stutt er í alla þjónustu og veitingastaði.
Aðeins eru um 20 mínútur að keyra til Benidorm. Þar er meðal annars að finna flott úrval af veitingastöðum, börum og verslunum. Benidorm býður upp á mikla afþreyingu með stórum skemmtigörðum Terra Mítica, Terra Natura og vatnsleikjagarðurinn Aqualandia.
Það er aðeins EIN eign eftir í þessarri íbúðarblokk með fallegum útsýnum yfir miðjarðarhafið. Íbúðin er á 5 hæð og er 240 m2 með 4 svefnherbergjum, öll herbergin með einka baðherbergjum og svo er eitt annað auka fjölskyldubaðherbergi.
Stofan sjálf er 80 m2 með stórum gluggum sem hleypir birtunni inn í eignina og er ómótstæðilegt útsýni yfir miðjarðarhafið. Íbúðin er hönnuð með opnu skipulagi þar sem nútímalegt eldhús er opið til stofu.
Verð 1.475.000 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
SÉRTILBOÐ: Fólk sem taka frá eignir í þessum flotta kjarna fá húsgagnakaupauka andvirði 3.000 €.