Markaðsvirði eignar
Kr38.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegur nýr kjarni á góðum stað í Villamartin. Stutt er í flesta þjónustu og aðeins eru um 10 mínútur að keyra í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard. Einnig eru aðeins nokkrar mínútur að labba í La Fuente kjarnann sem er þekktur fyrir flotta og skemmtilega veitingastaði.
Þessi kjarni verður tilbúinn til afhendingar í Júní á næsta ári. Þetta verða 3 blokkir og alls 94 íbúðir. Í kjarnanum verður allt sem hægt er að ímynda sér, stór garður með 2 risa sameiginlegum sundlaugum sem eigendur hafa aðgang að, heitur pottur og 2 leikvellir. Einnig er lokaður bílakjallari með sér bílastæði fyrir hverja íbúð og hægt er að kaupa geymslupláss fyrir þá sem vilja.
Hver íbúð er með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi, stórar og flottar svalir sérhannaðar til þess að fá eins mikla birtu inn og hægt er og frá svölum er stigi upp á glæsilegar 43m2 þaksvalir með frábæru útsýni. Eldhúsið er nútímalegt og er opið til stofu/borðstofu og frá stofu er hægt að ganga út á svalir. Svefnherbergin eru bæði með innbyggða fataskápa sem eru með meira en nóg af skápaplássi.
Einnig er hægt að fá íbúðir með 2 svefnherbergi og 1 baðherbergi OG 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi.
Verð frá 259.000€.
https://www.tmgrupoinmobiliario.com/en/properties/U75-01_beach-apartments-spain-costa-blanca-south-villamartin-golf-aire-residencial