Markaðsvirði eignar
Kr28.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fallegar vistvænar sérhæðir í þorpinu Hondón de la Nieves sem er um 20 km frá borginni Elche. Í Hondón de las Nieves er alla helstu þjónustu að finna og jafnframt er stutt að sækja frekari þjónustu og afþreyingu til Elche og Alicante.
Um er að ræða fjórbýli, 2 íbúðir á neðri hæð og 2 íbúðir á efri hæð og eru þær allar um 80 fm að stærð. Íbúðum á neðri hæð fylgir verönd bæði framan og aftan við, samtals 53 fm. Efri hæðum fylgja tvennar nettar svalir (samtals 13 fm) og 86 fm þaksvalir.
Þetta eru stílhreinar og nútímalegar eignir með opnu eldhúsi/stofu/borðstofu, 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Annað baðherbergið liggur beint inn af hjónaherberginu. Gert er ráð fyrir kæli/kyndikerfi sem hámarkar orkusparnað og sólarsellur á þaki fylgja íbúðum á efri hæð.
Tilbúnar til afhendingar í september 2024. Verð frá 195.000 - 205.000 €
Aðeins 40 km akstur er til Alicante flugvallar.
Nánar um svæðið:
Elche er önnur fjölmennasta borg á Costa Blanca-svæðinu í nálægð við strandlengjuna á Miðjarðarhafsströnd Spánar þar sem sjávarsíðan eru einir 12 kílómetrar að lengd. Stór hluti hennar eru strendur milli sandhóla og furutrjáa, sem einkennandi eru fyrir Miðjarðarhafslandslagið. Svæði borgarinnar – Bajo Vinalogo – er kennt við ána Vinalogo sem rennur í gegnum borgina og skiptir henni í tvennt sem gefur henni afar skemmtilegt yfirbragð. Ákaflega gróðursælt er á svæðinu og helsta landbúnaðarræktun eru döðlur, ólífur, korn og granatepli. Yfir 2000 ára saga Elche hefur arfleitt Spán ríkulega að minjum og bera söfn borgarinnar þess fagur vitni. Elche er háskólaborg og ber háskólinn nafn þekkta leikrita- og ljóðskálds Orihuela-borgar, Miguel Hernández.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is