Markaðsvirði eignar
Kr24.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Snyrtilegt parhús í Torrevieja sem búið er að endurnýja að hluta. Húsið er vel staðsett í lokuðum íbúðakjarna í einungis 800 m fjarlægð frá La Mata ströndinni. Alla nauðsynlega þjónustu er að finna í göngufjarlægð eða mjög stuttri akstursfjarlægð og miðborg Torrevieja er um 4 km í burtu.
Um er að ræða hús á 2 hæðum með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Á neðri hæð er gengið inn í stofu/borðstofu og þar inn af er eldhús og geymsla. Á hæðinni eru jafnframt eitt svefnherbergi og gestasnyrting. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og tvennar svalir. Búið er að loka öðrum svölunum og útbúa herbergi/sólstofu. Eignin snýr í suðurátt og framan við hana er rúmgóð (45 fm) flísalögð verönd þar sem njóta má sólar stærstan hluta dagsins. Húsinu fylgir aðgangur að fallegum garði með stórri sameiginlegri sundlaug sem og stæði í bílageymslu.
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]