Markaðsvirði eignar
Kr373.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegt einbýli í Playa Flamenca staðsett á góðum stað þar sem er stutt í flesta þjónustu og veitingastaði. Einnig er aðeins nokkrar mínútur að fara í verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard þar sem er mikið úrval glæsilegar verslana og veitingastaða ásamt annari þjónustu.
Þessi eign var byggð árið 2014 á 900 m2 lóð og er á þremur hæðum. Á lóðinni er stór einkasundlaug, frábær verönd þar sem er hægt að njóta sólarinnar allan ársins hring. Einnig er bílskúr á lóðinni. Á jarðhæð er eitt svefnherbergi, tvö baðherbergi ásamt kvikmyndaherbergi með opnum bar, tyrknesku gufubaði, leikjasvæði og bílskúr. Á fyrstu hæð er síðan eldhúsið opið til stofu og borðstofu, eitt svefnherbergi og baðherbergi. Á annarri hæð er svefnherbergi sem er master svíta og er því með glæsilegt einkabaðherbergi.
Innifalið í verði er lofktæling í gengum allt húsið, húsgögn fylgja með og öll raftæki í eldhús eru innifalin.