Markaðsvirði eignar
Kr29.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Spennandi íbúðir í nýjum og glæsilegum kjarna í "El Raso" hverfinu í Guardamar, staðsett við eitt af saltlónunum og býður upp á einstakt nátturu umhverfi, hjólastíga, fuglaskoðun ofl.
Stutt í flesta þjónustu og veitingastaði og má nefna að El Limonar sunnudags markaðurinn er í göngufæri en hann er talinn einn skemmtilegasti útimarkaður á svæðinu. Einnig er stutt að komast að næstu strönd td. í El Moncayo.
Þessi glæsilegi íbúðarkjarni mun samanstanda af fjölbýlishúsum á 5 hæðum og með hverri íbúð fylgir einkabílastæði í bílakjallara. Það verða tvær flotta sameiginlegar sundlaugar, ein í miðju kjarnans og önnur innanhús sundlaug ásamt flottri líkamsræktaraðstöðu með Spa.
Hægt er að fá íbúðir á miðhæðum með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi og verða með. Allar íbúðirnar verða hannaðar í nútímalegum stíl og með opnu skipulagi.
Stærð íbúða á miðhæðum eru 101 m2 - 103 m2
Verð frá 199.900 € - 259.900
Tilbúið til afhendingar í júní - september 2024
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Costa Blanca suður og er staðsettur um 15 kílómetra norður af Torrevieja. Borgin er fræg fyrir um 10 kílómetra langa strönd sem er lokuð af furuskógi. Þar eru átta breiðar gullstrendur, þar á meðal nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada sem staðsett er við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem eru í boði þar eru á breiðu verðbili og sérstakt úrval er að finna við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni.